Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1931, Side 13

Sameiningin - 01.11.1931, Side 13
33i hraustir líkamlega, hreinir að siÖum og andlega vakandi—alment tala'S. En hvað er um drenginn, sem er svo íátækur a'ð hann getur ekki borgað fyrir búning skátanna, og gengur svo aldrei í sveit með þeim? Það þarf ofurlítiö fé til að vera skáti. Og það eru einmitt peningarnir, sem fátæki drengurinn hefir ekkert af. Hann getur ekki verið með, og strandar utan þess félagsskapar og lendir með sollbræðrum sínum út í strákskap fyrst, og síðan í betrunar- skólann og síðast í ríkis fangelsið. “Það þarf að gjöra miklu meira fvrir öreigabörnin en gjört hefir verið. Það þarf að hugsa um þau sérstaklega. í sambandi við hverja lögreglustöð ætti að vera smásveinafélag, bygt a réttum grundvelli. “Og k.f.u.m. ? Það hefir sönm annmarkana. í þeim fé- lagsskap eru hvítkröguð ungmenni því nær eingöngu; ungmenni, sem geta borgað fyrir sig. Það eru ekki margir öreigar, sem þangað koma. Þeir geta ekki skilið við kytrurnar ömurlegu, sem eru heimili þeirra,—þar sem neyðin og glæpafreistingin eru dag- legir gestir. Þeir komast ekki burt frá þeim heimkynnum til að leika sér í íþróttasölum, baða sig í steinlögðum sundpollum eða liggja endilangir á legubekkjum. Fátæki pilturinn verður að sitja heima; þörfin kallar að; hann verður að vinna baki brotnu til að standa straum, að sínum hluta, af fatakaupum, fæðiskostn- aði og húsaleigu. Og allir vita að það er enginn hægSarleikur nú á dögum. “Annað eins mannfélagsástand er brýn áskorun til kirkjunnar. Hún þarf að taka sér fram. Takist okkur að greiða siðspeki og anda meistarans veg inn á öreiga heimilin, þá mun fangelsisbúum fækka um helming á örstuttum tíma. Og ef kirkjan gæti beitt verulegum áhrifum og eftirliti við unglingana, þegar þeir eru á útsláttar-aldrinum þá væri áhyggjum af okkur léi.t að fullum helm- ingi hér á Sing Sing. Við tókum ekki við nerria tveimur sextán ára gömlum unglingum á árinu sem leið; það er lágmarkið á aldri þeirra, sem hingað má senda. En á sama ári ginu hlið þessa fang- elsis við fimrn hundruð og fimm ungmennum frá tvítugsaldri og upp aS þrítugu. Það er lögbrota aldurinn, aldur unggæðingsskap- ar og æfintýralöngunar. Ef kirkjan gæti nú fundið eitthvert ráð, einhvern veg, til að beina þeim stórræðahug í rétta átt, þá myndi hún spara okkur mikið ómak hérna uppi á hæðinni, og ykkur miklar áhvggjur þar niðri í New York. “Svo er annað athugavert um þessa ungu sakamenn. Þeir koma frá brotnum heimilum i níu tilfellum af hverjum tíu. Af A

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.