Sameiningin - 01.11.1931, Page 16
334
hagsleg og félagsleg rangindi færa þeirn bölvun og spilling aÖ
vöggngjöf. Nei, þaÖ er ekki nóg að syngja sálma. ViÖ þurfum
að berjast við synd og f járgræðgi og losta og kúgun hvar sem þær
óvættir skjóta upp sínum Ijótu höfðum. Og það jafnvel þó við
þurfum að kosta hinu sama til, sem Kristur þurfti að gjalda.—
“Við verðum umfram alt að ryðja auðæfahugsjón kristin-
dómsins, fjárhalds-hugsjóninni, til rúms í mannfélagslífinu, ef við
viljum komast nokkuð áleiðis. Margir af auðkýfingunum—þessir
menn, sem ekki gjöra sig ánægða með hóflegan gróöa, en hrúga
saman miljónum, sem þeir hafa svo aldrei nein not af—þeir eru
hinir verstu glæpafrömuðir þessa lands. Það þarf einhvers konar
lnigrekki til að ganga að mönnum með barefli eða byssur og
fremja rán; til þess þarf allsterkar taugar að minsta kosti. En
hvar er hugrekki þess manns, sem með f járbrellum eða fyrir erfða-
skrá föður síns nær rniljón dollara virði af gullforða heimsins á
sitt vald og daufheyrist síðan við öllum fortölum og þverneitar aö
gjöra nokkuð til að lina kvalir og eymd eða sporna við glæpum í
þessari sömu veröld, sem hann hefir fengið gull sitt frá? Jafnvel
Capone, syndaselurinn í Chicago, stofnaði “súpu-eldhús’’ í fyrra,
þar sem hungraðir menn gátu fengið málsverð fyrir ekki neitt.
Og það er meira en rnargir miljónamæringar fást til að gjöra.
“Er það reyndar mikil furða þó þessir fangar steli ? Hvar
eiga þeir að fá brauð, þegar þeim er ekki svo mikiS sem gefinn
kostur á að vinna fyrir sér? Áður fyr var það manni sjálfum að
kenna, ef hann komst ekki áfram. En nú er öldin önnur. Með
vélum, auði og framleiðslumagni hafa frömunartækin komist :
hendur örfárra manna. sem útbvta svo hlunnindum launa og upp-
hafningar eftir vild sinni. Og hvers eiga þá fátæklingarnir úr-
kosta. olnboeabörnin. í slíku þióðlífi? Sama sem einskis. Eg er
enginn Sósíalisti, Bolsevíki eða Kommúnisti, en eg finn til þess
betur dag frá degi, að annað eins ástand veröur að breytast til
batnaðar. Eg vona að breytingin komi—og truið mér, hún er á
leiðinni—á friðsamlegan liátt. Eg vona, að hún gangi í garð án
blóðsúthellinga eða stjórnarbyltingar. En hún verður að koma,
os kemur, með einhveriu móti. Ef bara kirkjunni tekst að fá
þessa m'enn, sem hafa náð undir sig gullinu okkar, til að gangast
við allri ábirgðinni, ef henni tekst að greiða kristinni fjárhalds-
hugsjón og gömlum og góðum tækifæra-jöfnuði veg aftur inn í
hérlent þjóðlíf, þá getur það orðið mannfélaginu til viðreisnar. op
til að stemma stigu við glæpaflóðinu með öllum þess ófögnuði.”
Svo liljóðar umsögn þessa valinkunna manns um viðfangsefni