Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 17

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 17
335 kirkjunnar í sambandi viÖ glæpamálið. Verið getur, að í áhuga sínum fyrir nauðsynlegum umbótum á sviði þessu, hafi hann ekki gjört sér nógu glögga grein fyrir aðal-verkefni kirkjunnar, sem er andlegs eðlis, og snertir mannshjartað fremur en mannfélagið. En hver vill kasta á hann þutigum steini fyrir það ? Ef kirkjan lætur sér nægja sálmasönginn, hversu góður sem hann er, og andlausa endurtekning á gömlum fræðum, hversu sönn, setn þau eru í sjálfu sér, þá hefir hún mist af hlutverki sínu að meira en hálfu leyti. H'ún þarf að kynna sér ástandið eins og það er, og grafast eftir orsökum. Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk hennar að jafna niður heimsauðinum eða “að yfirgefa Guðs orð til að þjóna fvrir borðum,” eins og postularnir komust að orði. En ef ástandið er í raun og veru svo alvarlegt, sem út lítur fyrir ; ef mikill hluti þjóð- arinnar er að glata sjálfstæði sínu, f járhagslegu og mannfélagslegu : ef þúsundir ungmenna sogast niður í hringiðu glæjtalifsins árlega— og hver neitar því, að svo sé?—þá er hjákátlegt að hugsa sér, að kirkjan geti látið það alt saman gott heita. Geta slíkir hlutir átt sér stað, nema þvi að eins að eitthvað sé hrajiallega rangt við hjartalag- ið og hugsunarháttinn hjá miklum hluta þjóðariniiar ? Þjóðarmeihin eru andleg fyrst og fremst, nú eins og jafnan áður. Og það er sannarlega kirkjunnar verk að fást við þau mein. Hún þarf að gjört sér ljóst, hver þau eru sérstaklega og annast svo lækninguna með hugrekki og trúmensku. —G. G. I Náðarreynslan eða GLEÐIN 1 GUÐI. Rœða eftir Séra Sigurð Ólafsson. Eátt er það, sem hefir meiri þýðingu fyrir hamingju hvers- dagslífsins en ]>akklát viðurkenning dásamlegrar náðar Guðs, sem við öll erum aðnjótandi. Sérilagi hefir þakklátsemin mikla þýðingu, ef okkur kann að finnast ýmislegt móti blása. Þegar skuggar falla á æfileiðina og við göngum í hálfrökkri, er það blessunarríkt að muna föðurást Guðs, sem aldrei brevtist, og aldrei þreytist. Ef efnalega viðhorfið er erfitt og útlitið í þeirri merkingu er tvísýnt, eins og svo víða á sér nú stað, er gott að muna að erfiðari gæti þó afstaðan verið. Ef heilsan er eitthvað biluð, ber

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.