Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1931, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.11.1931, Qupperneq 21
339 um framtí<5ina var henni ofurefli, og varnaÖ henni þreyttri hvíldar og svefns. ÁbyrgÖ lifsins fanst henni ofurefli. Smám saman fanst henni herbergiÖ fyllast af undursamlegri nálægð dýrlegrar veru. HlerbergiÖ varð ljómandi bjart. Sál konunnar fyltist unaði og nýrri djörfung. Henni fanst þessi fagra vera snerta léttlega við enni sér, og nýr þróttur streymdi um allar taugar hennar. Þaðan af brast hana aldrei kjark, í baráttu komandi ára. Hún eignaðist þessa öruggu vissu um nálægð Drottins, hún fann ekki frarnar hræðslu eða efa. Fullviss er eg þess að mörg af ykkur hafa öðlast reynslu svipaöa reynslu ]?essarar konu, ])ið öðluðust vissu um nálægð og föður umönnun algóðs Guðs. Við sannfærðumst um handleiðslu Guðs. Við höfum, sum af okkur, staðið augliti til auglitis við dauð- ann, og séð hann nema herfang sitt, ástvinina okkar á brott með sér. Við höfum fundið hvernig deyjandi ástvinirnir fjarlægSust okkur. Og' sú reynsla var ofurefli. Þó urðurn við að mæta henni. Okkur fanst þrótturinn andlegi og líkamlegi þrotna. Við báðurn að bikarinn mætti líða hjá. Og þá, mitt í ofur- rnagni sorgarinnar, er við héldum að við myndum örmagna niður hníga, þá var sem helgar föðurhendur umvefðu okkur og lyftu okkur upp. Mitt í sorg og einstæðingsskap fundum við áður óþekta svölun og sælu. Nýr styrkur, nýr þróttui fylti sálina nýj- um unaði og friöi. Ný ástúð Guðs kærleika birtist mitt í dimrnu sorgarinnar. Og sorg þín og mín varð sælukend, sökum þess, að i faðmi Guðs, “gleymdum við því hve gráturinn er sár.’’ Við höfurn reynt gilcli trúarinnar í eldvígslu lífsreynslunnar. Einnig við getum sagt með postulanum mikla: “Af Guðs náð er eg það sem eg er, og náð hans við mig hefir ekki verið til ónýtis.” Hjálp í viðlögum Bftir Ellis Parker Butler. Séra Thomas Rintaw Macdonald, prestur í stórum borgar- söfnuði, var kominn með frú sinni til sumar vistar á sveitaheimili John Bentons í dalnum fagra, sem frú Macdonakl kallaði “Sælu- dal.” Daginn, sem þau komu, hafði frú Benton sagt þeim frá himna- för Henry Tuckers. Það var merkileg saga. Sunnudag einn síðdegis hafði Tucker setið í stól undir trjánum heirna við húsiö sitt. Konan hans sat í öðrum stól rétt hjá. Þá heyrist honum

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.