Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1931, Page 22

Sameiningin - 01.11.1931, Page 22
340 alt i einu kallaÖ á sig meS nafni, honum finst hann lyftast úr sæti sínu, hefjast upp yfir trjátoppana og aila leiÖ upp úr himinblám- anum. María Turker sat ekki lengra frá honum en það, aS hún gat snert hann með hendinni. Hún tók eftir því, að hann varð náhvítur í framan alt í einu. Hann virtist grípa þéttings-fast um stólbríkurnar. og svo sat hann þar, sem dauður væri. “Einhvern veginn var María ekki minstu vitund hrædd,” sagði frú Benton. Henni fanst Henry vera dauður og þó vissi hún að svo var ekki. H'ún tók um hönd hans. Höndin var köld. Hann dró ekki andann. Svo sat lnin þar, hélt um hönd hans og beið. “Eg vissi að hann mundi koma aftur,” sagði hún mér seinna. Þau höfðu setið undir trjám rétt hjá býfluguabúum aftan við húsið. Það fóru margir um veginn, ýmist i bílum eða hestavögn- um; en auðvitað datt engum í hug að koma við. Það leið einn klukkutími, og annar til, og sá þriðji. “Það leið að kvöldverðartíma,” sagði frú Benton. “María bara sat þarna. Sólin var sígin aS hæðarbrún í vestri og var í þann veginn að ganga undir. Það var kornið kvöldkul. Þá segir María hlátt áfram eins og hún átti að sér: ‘Nú er komið mál að halda til baka, Henry/ svo sem eins og hún væri að segja, ‘nú er mál að fara inn, Elenry.’ En hann bærði ekki á sér, svo hún sagði aftur: ‘Það er mál að koma til baka, Henry,’ og þá kom hann til sjálfs sín aftur. Höndin ylnaði og hann hrevíði sig í stólnum. ‘Eg hefi verið í himnaríki, María,’ sagði hann.” “Og sagði hann frá því, sem hann sá þar?” spurði frú Mac- donald. “Hann sagði Maríu þaö, já,” sagði frú Benton, “og á næsta sunnudegi sagði hann frá því í kirkjunni, öllu í röð, alveg eins og það bar fyrir hann, öllu, seni hann sá, og öllu, sem hann gjörði þar, og hvernig þar var umhorfs. Eg held það sé alveg óhætt að trúa því að hann hafi verið þar. Hann er sannorður maður.” Júlí mánuður var liðinn og mest allur ágúst. Sumarleyfi þeirra Macdonald hjónanna var á enda; næsta morgun áttu þau að leggja af stað. Sólin var sigin undir hæðarbrún í vestri, en kvöldbjarma stundin var eftir, sem einatt er fegursta stundin i öllum sólarhringnum. Þá sér prestur, hvar Henry Tucker og María kona hans koma gangandi upp eftir veginum, sem lá fram hjá heimili Bentons. Þau viku af veginum inn um vagn-hliðið, en i stað þess að ganga aftur fyrir húsið eins og flestir gjörðu, sem áttu erindi við Benton eða konu hans, þá gengu þau rakleiðis yfir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.