Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1931, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.11.1931, Qupperneq 24
342 sveipaðar í grænbláa móðu, sem nú var óðurn að dökna og verða fjólublá. “Þér heyrðuð sagt frá því að eg var á himnum ofurlitla stund,” sagði hann eftir nokkra þögn. “Já, eg heyrði urn það. Eruð þér farinn að efast um að þetta hafi í sannleika komið fyrir yður?” “Ó-nei,” sagði Tucker blátt áfram með sannfæringu. “Eg var þar.” “Já, hann var þar,” sagði kona Tuckers. “Það var alveg eins og bróðir Gaines lýsir þeim hlutum. Hann fór inn um perluhliðin Og gekk um gullstrætin. Hann hafði kórónu á höfðinu og hörpu í hendi; hann var skrýddur hvítri skikkju og söng með himnaskar- anum.” “Eg gjörði það sem eg gat,” bætti Tucker við. “Eg er ekki mikill söngmaður.” Nú varð þögn um stund, og prestur beið eftir því, að annað hvort hjónanna héldi áfram. “Eg kunni ekki við mig þar,” sagði Tucker eftir stundar korn. “Fyrst, eftir að eg konr til baka, talaði eg víst heldur mikið. Mér varð einhvern veginn svo mikið um þetta, held eg. Mér dettur ekki í hug að neita því að þessi sýn hafi borið af öllu, sem dauð- leg augu hafa séð, bæði að tign og dýrð— en eg kann víst ekki sérlega vel við mig í stórborgum.” “Það fór ekki vel um hann þar, einhvern veginn,” sagði kona Tuckers, “og hann vill helzt ekki fara þangað aftur.” “Það ná engin orð yfir dýrðina þar,” sagði Tucker. “Það var mikilfengleg sjón. Dýrðinni i nýju Jerúsalem verður ekki með orðum lýst; það er víst og satt.” En svo bætti hann við: “Eg hefi aldrei borist rnikið á í klæðaburði.” “Hann kunni ekki við sig með kórónuna á höfðinu. Og svo það, að vera ekki í neiriu nema hvítri skikkju. Það var í honum taugaóstyrkur.” “Eg hefi aldrei verið rnikill söngmaSur,” sagði Tucker, “eg yrði hálfsmeykur við að handleika hörpuna—það yrði víst hljóð, sem eg fengi úr henni.” “Svo var allra mesti aragrúi af fólki þar, Tucker,” sagði konan lians, til að minna hann á. “Eins og í öllum borgurn,” sagði Tucker, “eins og æfinlega i stórborgum. Urmull af fólki. Og rnanni finst eins og hann sé tapaður í þvílikri þyrpingu, eins og alt af sé verið að ýta við manni. Það fór ekkert vel um mig þar, innan um borgarlýðinn og alt annað.”

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.