Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1931, Side 27

Sameiningin - 01.11.1931, Side 27
345 boðaÖ til þess af fulltrúum safnaSarins, kvenfélögunum báÖum og trúboÖsfélaginu. SamsætiÖ var fjölment og fór íram hiÖ bezta. P'yrir 15 árum síÖan fóru þau hjónin til Japan. Fjórtán ár hafa þau starfað þar, en eitt ár hafa þau haft frí áður og þá komið heim. Fyrsta árið í Japan dvöldu þau í Tokyo. Gekk það aðallega til þess að læra japanska tungumálið. Það nám cr afarerfitt, bæði vegna þess hve málið er fjarskylt Evrópu tungumálum, og enn meir vegna hins hve erfitt er að læra skrifteikn málsins. í því er ekki notað stafrof, heldur óskapa fjöldi orð- og atkvæðateikna. Sagt er að daglegt mál heimti urn 6,000 slík teikn. Má það virð- ast nærri ókleift fyrir útlendinga. Á því stigi er biblíukensla á ensku hið helzta, er trúboðinn getur unnið að. Japanítar eru nám- fúsir og hafa mikla löngun til að nerna ensku, koma því í enska bjblíuflokka til að læra málið. Sumir þeirra komast. við þetta undir kristileg áhrif. Eftir eins árs dvöl byrjaði séra Octavíus á trúboðsstarfi, en hélt samt áfram að hafa kennara í japönsku, ein tvö ár í viðbót. Hann hefir starfað í þremur borgum í Japan: Nagoya, Kurume og Kobe. í Kururne tók hann við starfi, sem stofnað hafði verið til nokkuð löngu áður, en var, á þeim tírna nærri orðið að engu. Honum tókst að endurreisa það starf og koma því aftur í blóma. Mikil blessun Drottins var auðsæ í þvi verki. Nú síðast var honum fengið starfssvið í borginni Kobe. Það er hafnarborg, sem telur um 700,000 ibúa. Hann hefir hafið ]>að starf að nýju til. Kirkja hefir ekki verið reist ennþá, en guðsþjónustu samkom- ur haldnar þar sem þau hjónin hafa heimili. Fyrstu prédikunina þar flutti hann út af efninu, “Þér eruð vinir mínir,” en önnur ræðan var um kærleikann. Út af því ber staðurinn nafn: Yuh-ai- kvan, sem merkir: vinskapar-kærleiks Ijygging. Undir því nafni þekkist staðurinn síðan, og varpar það nokkru Ijósi á það, hvernig trúboðinn nálgast fólkið, sem hann vill kenna. Trúboðsaðferðir séra Octavíusar eru aðallega þrjár. Hann prédikar og kennir orð Guðs. í öðru lagi talar hann við ein- staklingana hvar sem honum gefst kostur. Hann telur mestan árangur af þessum lið starfsins. Hann hefir margar aðferðir til að komast i persónulegt samband við fólk í þeim tilgangi að svna því hlýleik og smátt og smátt koma því undir vaxandi kristileg áhrif þangað til það gengur algjörlega Kristi á hönd. Þriðja að- ferð hans er bréfaviðskifti. í þannig löguðu bréfasambandi stend- ur hann við ekki færri en 500 manns. Tilgangurinn er sá sami:

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.