Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1931, Page 31

Sameiningin - 01.11.1931, Page 31
349 skiljum betur nú. ViS héldum við ættum að reyna að likjast dýrlingunum í öllu; álitum að það sem þeir gerSu, það mættum við líka gera. Amma okkar var búin að segja okkur, að Elísabet hafði selt gimsteinaskraut sitt, og tæmt fjársjóðu bónda síns til þess að gefa fátækum að borða. Við réðum því af að fara líkt að. 1 næsta stræti vi'ð okkur bjó gömul kona mjög fátæk; stóð hún straum af mörgum barnabörnum sínum. Lengi hugsuðum við ráð okkar þar til okkur datt í hug, hvernig viS gætum liðsint þessari gömlu konu, svipað og EHsabet. Tækifærið barst upp í hendurnar. Það var á aðfangadag jóla. Þar var mót venju í matar- skápnum, kjötmeti, epli og aldinasteik, og fleira góðgæti. Við fórum þangað inn í rökkrinu, tókum mikið af kjötmeti, kökum, og fleiru og læddumst út til að færa gömlu konunni. Næsta morgun sást það, að hálfur var horfinn maturinn, sem átti að skarnta í miðdagsmatinn á jóladaginn. Börnin grétu sáran; mömmu leið næsturn eins illa. Faðir okkar var stórreiður, þótt jafnaðarlega væri geðgóður. Hann álasaði rottunum og músunum, og óskaði þess mest, að hann hefði verið búinn að korna í lag hinni óbilandi músagildru, sem hann var að búa til. Amma lagði fátt til, en vék að því með hægð, að þeir, sem höfðu ruplað matnum, myndu hafa verið nákvæmari en mýs og rottur, því engir sæust rnolar og alt sæti í skorðum; hefði það aklrei heyrst, að rottur og mýs ætu diska. Við Friðrik litum hvort á annaö; fór okkur að gruna að við hefðum gert rangt. Rétt í þvi sagði Kristófer litli, að hann hefði séð mig og Friðrik í gærkvöldi á ferðinni með kökur og aldinasteik. “Elsa og Friðrik!” hrópaði faðir okkar. “Hvernig stendur á þessu ?” Eg var í þann veginn að segja föður okkar frá öllu, en þá mundi eg eftir rósunum hennar Elisabetar, og sagði klökkum róm: “Þú sást engar aldinasteikur, Kristófer. Þú sást bara rósir.” “Rósir!” sagði mamma. aOg það á jólunum!” Eg átti hálfpartinn von á að sjá matinn aftur í hillunum; svoleiðis var það í sögunni af Elísabetu. En það varð ekki. Það sýndist, þvert á rnóti, snúast okkur alt í óhag. “Friðrik!” sagði faðir okkar með áherzlu, “eg skal flengja þig, ef þú segir ekki satt!”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.