Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 33

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 33
35i Ef aÖeins eg hef'Öi lifaö hundraÖ árum fyr, og Elísabet hundrað árum. seinna, hefÖi eg, ef til vill, kynst henni og talaÖ við hana, og int hana eftir því, hvaÖ það hefÖi veriÖ, sem kom lienni í tölu helgra manna. Eg hefði viljaÖ spyrja hana um marga hluti. Eg mundi hafa sagt viÖ hana eitthvaÖ á þessa leið: “Kæra, heilaga Elísabet: segöu mér hvað það var, sem gerði þig heilaga. Þaö hefir naumast geta verið kærleikur þinn, því naumast er nokkur kærleiksríkari en Úrsúla föðursystir mín. Ekki er hún heilög. Ekki heldur getur þaÖ verið vegna þess sem þú leiðst, eða vegna þess að þú ert ástrík, eða þolinmóð, eða fórnfús í garð annara, því mamma líkist þér í öllu þessu: þó er hún ekki kölluð helg. Var það vegna þess að þú skildir við börnin, að Guð elskaði þig svo mjög? Eða var það vegna þess að þú bæði barst rnögl- unarlaust, það sem Guð lagði á þig, eins og móðir okkar gerir. og þar að anki tókst upp á þig að líða það,sem þú áleist ennþá harðara að bera? Ef Elísabet var eins góÖ og eg held hún hat'i verið, svo hún var viljug að hlusta á það, sem eg var að segja, hefði eg spurt hana enn fremur: Heilaga grcifafrú, þvi er það rangt og ljótt af mér og Friðrik að gera það, sem er rétt og heilagt, ef þú gerir það ? I,íka hefði eg bætt við: Elskulega, heilaga Elísabet, verndari minn, hvað er það á himnum, sem gerir þig svo sæla? En nú gætti eg ekki að því, að hún hafði ekki verið búin að vera á himnum, ekki heldur verið tekin í lrelgra manna tölu, því Elisabet er ekki talin helg, fyr en eftir að hún er dáin. Þá gerðist það að kripplingar og sjúkir menn urðu heilir af því að snerta hana dána. Og þá kom upp helgi hennar. Ef til vill vissi ekki Elísabet sjálf af eigin helgi. Bf svo væri, hver veit þegar alt kemur til alls nema líka mamma geti verið dýrlingur, en sér óaf- vitandi. Friðrik og eg erum fjórum eða fimm árum eldri en hin börnin. Tvær systurnar dóu af plágunni, áður en hin börnin fæddust. Önnur var skírð, en dó ársgömul án þess að hafa velkt skírnarhjúp sinn. Við erum þessvegna viss urn að hún er í Paradís. Eg minnist hennar í hvort sinn þegar eg horfi á dýrð- arskýið, sem innilykur mynd hinnar blessuðu meyjar i kirkju Georgs helga. Það horfa út úr skýinu nokkur glaðleg barns andlit, haldandi að vöngum sér fallegu, feitlægnu höndunum, og

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.