Sameiningin - 01.11.1931, Síða 34
352
horfandi upp á hina elskulegu Guðs móður, með fullu trúnaÓar-
trausti. Eg ímynda mér aS börnin séu sérstaklega eign hennar.
Þess vegna hlýtur það aÖ vera mikil blessun að deyja ungur.
En við þorum aldrei að minnast á hitt barnið, sem dó án
þess að hljóta nafn. Það dó óskírt. Og það er sagt um sálir
þeirra barna, sem deyja óskírð, að þær séu altaf á sveimi í
myrkrageimi, milli himins og heljar.
Hugsum þá skelfingu, að falla úr ástríkum örmum móður-
innar, niður í nepju kulda og myrkurs, og skjálfa og veina að
eilífu, og tilheyra ekki neinum.
Við höfum i Eisenach hjúkrunarhús fyrir börn. Það er
áfast-við klaustrið. Elísabet helga kom því á stofn, vegna barna,
sem engan áttu að. Ef EHsabet gæti nú aðeins komið á stofn
einhverri vistarveru nærri hliðum Paradísar, þar sem að sálir
hinna óskírðu ungbarna gætu átt athvarf. En eg býst við að
hún sé svo hátt i himninum, og svo fjarri hliðum Paradísar, að
hún ómögulega geti heyrt hinar sáru harmaraddir hinna yfir-
gefnu ungbarna.
Ef til vill myndi Guð heldur ekki leyfa Elísabetu að fram-
kvæma þetta, fyrst hann mat hana svo mikils, vegna þess að hún
vfirgaf eigin börn.
Næstar að aldri eru tvær stúlkur. Eru þær tviburar. Pfeitir
önnur Krímhildur, eftir ömmu okkar. Hin heitir Atlantis; faðir
okkar vildi láta hana heita það, af tilefni hins nýja heims, sem
hafði verið uppgötvaður fyrir handan hafið af Kristófer Kólum-
bus. Faðir okkar var oft búinn að brjóta heilann um slíkan
heim.
Þá komu tveir sveinar, tviburar; Bónifasíus Pollux og Kristó-
fer Kastor. Næst fæddist drengur, sem lifði aðeins fáar vikur. Þá
er Tekla, ungbarn, sem er leikfang og uppáhald okkar allra.
Þetta er nú alt fólkið, sem eg get sagt eg þekki, nema auð-
vitað Marteinn Eúter, sonur námumannsins, sem Úrsúla frænka
er svo góð við.
Okkur þykir eins vænt um hann eins og hann tilheyrði okkar
eigin fjölskyldu.
Plann er næstum jafnaldri Friðriks, sem álítur enga jafn-
ingja Eúters.
Eúter hefir fjarska fallega rödd; er mjög trúhneigður, en þó
glaðlyndur oftast nær. Það var þetta tvent, sem kom Úrsúlu
frænku til að veita Lúter athygli.