Sameiningin - 01.03.1932, Síða 7
6g
aÖ Jesus Kristur hafi risið upp frá dauðum. Þá verður heldur
ekki efaÖ, að öll orÖ hans séu sönn og áreiðanleg, orð hans um
eilíft líf, öllum oss til handa: “Eg lifi og þér munuð einnig
lifa.”
“Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem
af mikilli miskunn sinni hefir endurfætt oss til lifandi vonar,
fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.”
—B. B. J.
Lögbundin kirkja, eður frjáls?
"Lögbundið” er það félag, þar sem með íögum er ákveðið
um stjórn þess og skipulag, tekjur þess og útgjöld, fundi þess og
þingsköp og það annað, sem lýtur að formi og framkvæmdum
félagsins. 1 engri annari merkingu er orðið "lögbundið” réttilega
notað.
Að Kristur hafi fyrirfram með lögum bundið urti aldur og
æfi félagslegt skipulag þeirra manna, sem játa trú á hann, nær
vitanlega ekki nokkurri átt, enda kæmi það í bág við gjörvalla
stefnu hans og kenningu.
Síðan um Siðbót hefir kirkja Mótmælenda barist fyrir þeirri
meginreglu, að hið ytra skipulag kirkjunnar sé frjálst, en alls
ekki “lögbundið.” Ákveðnust í þeirri kenningu hefir lúterska
kirkjan verið af öllum stórdeildunum. Er þar til vitnisburðar hin
alkunna kennisetning lúterskrar kirkju: “H'var sem Guðs orð er
lcent rétt og hreint og sakramentin réttilega um hönd höfð, þar
er hin sanna kirkja.” Lútersk kirkja heldur sér ekki við neitt
lögbundið alsherjar skipulag. Hún er jöfnum höndum þjóð-
kirkja og fríkirkja. Hún þrífst jöfnum höndum undir biskupa-
stjórn. öldunga-stjórn og safnaðar-stjórn. Frá lútersku sjónar-
miði gat t. d. fríkirkjusöfnuður séra Lárusar Halldórssonar i
Reyðarfirði engu siður verið ríki Krists, en dómkirkjusöfnuðúr-
inn í Reykjavík.
Við lestur guðspjallanna og postulasögunnar verður það
hverjum manni ljóst, að skipulag safnaðarfélaganna er þeim í
sjálfs valdi sett. Kristur safnaði ekki postulunum, hvað þá
fleirum, í lögbundið félag. Hann skipaði alls ekkert fyrir um
stjórn, embætti eður skipulag þess félagslega sambands, sem
postularnir, og síðar aðrir játendur hans, myndu að sjálfsögðu
með sér gera, eftir þörfum og venjum staða og tíða.