Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1932, Side 8

Sameiningin - 01.03.1932, Side 8
70 Þegar postularnir söfnuðu þeim saman, er fyrir boðskap þeirra tóku trú á hinn upprisna Jesúm Krist, þá voru söfnuðir þeir lítt “lögbundnir” og skipulag þeirra með ólíkum hætti, eftir því sem bezt hagaði til og fullnægði þörfum lærisveinanna á hverjum stað, og breytingum var skipulag safnaðanna undirorpið frá upphafi. Asíu-söfnuðurnir sumir og þeir á Grikklandi og í Rómaborg höfðu að ýmsu leyti frábrugðið skipulag og-ólíkt skipulagi safn- aðarins í Jerúsalem. Sjálfur postula-söfnuðunnn i Jerúsalem breytti um skipulag. Postularnir reyndu í fyrstu að koma þar á fullkomnara skipulagi, en safnaðarmenn reyndust vaxnir, þegar til kom. Þeir höfðu hugsað sér sameignar-skipulag (socialism). Fór það út um þúfur í söfnuðinum, og er sú saga raunaleg. Ekki verður séð af Postulasögunni, 'að tilraunir hafi verið gerðar ann- arsstaðar að lögbinda sameignar-skipulagið í söfnuðunum, svo hákristilegt sem það í sjálfu sér er. Ljós vottur um tilhliðrunarsemi og frjálslyndi postulanna kom fram á postulafundinum i Jerúsalem árið 50. Páll og sam- verkamenn hans höfðu þá farið víða og snúið mörgum til kristni, bæði á Sýrlandi og í Litlu-Asíu og höfðu þar smásöfnuðir mynd- ast. Ekkert yfir-félag var stofnað, er þeir allir gengi í, né yfir- stjórn, er þeir allir lytu. En svo höfðu komið til skjalanna þeirrar tiðar “fundamentalistar” og gert usla út af því, að í kristnu söfn- uðunum hafði Gyðinga-lögmál ekki verið lögleitt, né hinar fortm siðvenjur lögbundnar. Út af þessu var boðað til fundar í Jerúsalem. Kom Páll þangað að austan og menn með honum og sátu fundinn með postulunum og öldungum Jerúsalem-safn- aðarins. Fór alt vel á fundinum. Var þar samþykt, að óþarft væri og óviturlegt, að ofþyngja samvizkum rnanna með kröfum um samsteypt skipulag og lögbundin forrn. Svona frjáls og ólögbundin kom kirkjan úr höndum Krists og postula hans. Meðan svo hélzt, þroskaðíst kirkjan í anda og naut náðar Guðs ríkulega. Skömrnu eftir daga postulanna, fór biskupa-valdið að láta til sín taka, og á þriðju og fjórðu öld komust hinar illræmdu biskupadeilur í algleyming. Biskupar börðust um völd svo sem veraldlegir höfðingjar. Notaði keisaravaldið sér þá illdeilur biskupanna. Smám saman voru hinir frjálsu söfnuðir sveigðir undir yfirráð kirkjulegra höfðingja á höfuðbólum ríkisvaldsins. Gnæfðu upp yfir aðra kirkjuhöfðingjarnir í Róm og Mikla- garði. Fyrst í skjóli og sem eftirlíking keisaravaldsins, en síðast sem ofjarl þess, dafnaði páfavaldið í Róm og lögbatt um margar aklir bæði sál og líkama mannfólksins i Norðurálfu. Og enn í

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.