Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 11
73 Lét hann eigi, fremur en hinn bróÖirinn, sta'Öar numiÖ við orðin ein, en fór út þá sömu nótt og keptist við ai5 bera í fangi sér korn úr sínum akri inn á akur bróÖur síns og koma því svo fyrir innan um hitt korniÖ, að ekki bæri á. fíélt hann uppteknum hætti aÖra nótt og hina þriöju, alveg eins og bróðirinn hinn. Þriðju nóttina, er báðir bræðurnir voru að verki, hittist svo á, að tungl kom upp, er á leið nóttina. Rákust þá bræðurnir hvor á annan, báðir með fangið fult af korni, er þeir voru að bera hvor á annars akur. Hvorugur mælti orð, en þeir skildu hvor annan, vissu báðir glögt, hvað hinn var að fara. Saga þessi varð hljóðbær út um sveitir, og nokkuru síðar reisti fólkið kirkju á blettinum, þar sem bræðurnir höfðu mæst um nótt- ina, báðir með fangið fult af kornbundum, er þeir leynilega vildu gefa hvor um sig til aS gleðja hinn. Og fólkið vígði þessa kirkjn heilögum Guði og sagði: "Á þessum stað kom Guðs andi til móts við anda mannanna.” Æfintýrið er á enda, en út af því fór eg að tala við sjálfan mig, eins og bræðurnir, eitthvað á þessa leið: “I þessa kirkju langar mig að koma. Þar vildi eg kirkjusókn eiga. sem bræður mætast með kærleiksfórnir í fangi.” í huganum hefi eg svo verið að leita að þeirri kirkju. Mér gengur illa að finna hana. Líklega er hún þó einhverstaðar til á jörðunni. Eg hefi það fyrir satt, að þessi kirkja hafi eitt sinn reist verið hér í mannheimi. Hún var áreiðanlega reist á hæðinni, þar sem bróðir allra manna lét lífið, þá hann kom frá Guði með fangið fult af kærleika. En svo. mörg kirkjan, sem við hann er kend, er ekki reist á blettinum, þar sem bræðurnir mætast og bera kornbundini hvor á annars akur og andi Guðs kemur til móts við anda mannanna. Mennirnir, sem á jörðn búa, hafa það miklu fremur fvrir stafni, að bera korn af akri bróður síns inn á sinn akur, heldur en að flytja korn af sjálfs sín akri inn á akur bróður síns. Líklega er engin eðlishvöt, enn sem komið er, sterkari í mannverunni, en sú, að “skara eld að sinni köku.” Af því, hvað sú hvöt er sterk og illa tamin, stafar ógæfa mannanna, svo sem núleg neyðartíð alls mannfólksins ber vott um. Það sannar einnig, hversu skamt upp úr dýralifinu mannlífið er ennþá sprottið. Dýrið hugsar ekki um annað en sjálft sig. íkorninn týnir hnetur i hrúgur og leynir þeim undir trjánum, svo hann fái notið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.