Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 14
7 6 öllu sínu í braskinu. Þeir hinir fáu, sem hirt höfSu skildingana, læstu þá niÖur í kystu og settust á lokið. Kom þá “kreppan.” Svipað fór þjóðunum sín á milli, nerna hvað þær höfðu fæstar annað að veöja um eftir stríðið en skuldirnar. Svo fór, að Þjóð- verjar gátu ekki lengur borgað skuldir og skaðabætur öllum þjóð- um. Þá gátu ítalir og Frakkar ekki heldur borgað Englendingum og engir ]?eirra Ameríku-mönnum. Fór ])á gullkálfurinn að skjálfa svo á beinunum að öll jörðin hristist. Gullstikan brotnaði í Eng- landi og á Norðurlöndum. Sterlingspundið léttist á lóðinni. Gjaldeyrir flestra þjóða varð að spyrja sjálfan sig að heiti á hverj- um rnorgni. Ameríku-dollarinn einn sinna stéttarbræðra hljóp í spik, en verður nú að halda kyrru fyrir heirna, því Irræður hans erlendis ráða ekki við hann. Svona fór um samkepnina. Hún varð mát. Og þar við situr. Samkepnishyggja samtíðarinnar hefir teflt taíli mannlífsins í mát. Hvergi má nú peð né hrók færa í viðskiftum. Þetta köllum vér “kreppuna.” 1 auðugasta landi veraldarinnar er mælt, að um sjö miljónir manna sé atvinnulausar og margar miljónir matar- lausar. Allar þjóðir eru ráðalausar. Með hverjum degi fjölgar þúsundunum, sem lífinu þarf að halda í á almannafé. Ein stjórnin ýtir frá sér til hinnar. Skattgjaldendur hef jast handa til mótspyrnu við auknar álögur, en öreigalýður fer fylktu liði um götur borg- anna. Glæpa-öld er upprunnin úr þessu ástandi, svo ill, að öllum ægir við. Hjvar er svo kirkjan,—kirkjan ])ar sem bræSurnir mættust og andi Guðs kom til móts við anda mannanna ? Það má vera að hún sjáist ekki langt til nú í moldrykinu. En hún stendur. Og að hún fái að standa og stækka er mannkynsins einasta von. Frá kirkjunni þeirri kemur mörgum mönnum hjálpræði nú. Raunar er það undrunarvert, hvað sú kirkja orkar, kirkja samvinn- unnar, nú í neyðinni, þó lítið beri á. Þaðan er mönnum kominn sá hinn veglegi andi hjálpseminnar, sem fyllir brjóst fjölda fólks, svo aldrei hefir í sögu veraldar komið í ljós jafn-mikil mannúð og líknarlund eins og nú í dag. Það er bjarti geislinn í dimmunni nú. Kirkja bræðranna var reist fyrir mörgum öldum. Hún var reist af trésmið, sem kom frá Nazaret á Gyðingalandi. Hún var vígð þann dag, sem kallaður er föstudagurinn iangi, daginn, sem kirkjusmiðurinn lét lífið fyrir hugsjón sína. Kristur reisti í heimi hér kirkju þeirrar hugsjónar, að mann- bræður hans hér í veröldinni losnuðu við dýrseðli samkepninnar, en temdu sér lund samvinnu og einingar, eins og hann sagði að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.