Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1932, Síða 16

Sameiningin - 01.03.1932, Síða 16
73 athygli lengur. Á næstu árum mun sú mannfélagsstofnun, sem kallar sig kirkju Krists, prófast í eldi, og þaÖ há koma í ljós, aí5 hve rniklu leyti hún er í raun og veru bræðrakirkja Krists, og a<5 hve miklu leyti hún er einungis ein af hinum risavöxnu atvinnu- stofnunum mannanna. En hvort sem hin núverandi kirkja fellur eins og í Rússlandi, eður hreinsast nú svo í eldinum, aÖ hún verður á eftir gullmyntin, sem verðmæti lífsins verða rniSuÖ viÖ, þá mun kirkja bræðranna standa, sú er reist verður á þeim stað, þar sem samvinna kemur í stað samkepninnar, þar sem bræður bera bornbundin hvor á annars akur og andi Guðs kemur til móts við anda mannanna. —B. B. J. Fróðleg ritgerð Hér í blaðinu er birt ritgerð, sem hefir að fyrirsögn “Kenn- ing kristindómsins um Guð.” Er hún upprunalega tilkomin á biskupa-fundinum síðasta, sem haldinn var i Lambeth-höllinni i Lundúnum. Er ritsmíð ])essi talin stórmerkileg og hefir borist um öll kristin lönd. I islenzkri þýðingu var hún hirt í tímariti Presta- félagsins á íslandi og kemur því til vor með meömælum móður- kirkjunnar íslenzku. Þýðingin er gerð af hinum ágæta kristin- dómsvini, prófessor SigurÖi P. Sívertsen, sem prestar þjóðkirkj- unnar kusu sér að foringja, er þeir hófu hann i vígslu-biskups sæti. Með hálfum huga réðum vér þó af að birta þessa ritgerð, sökum þess hve löng hún er, þvi nú er sagt að almenningur vilji ekki annað' lesa en smágreinir. Á hinn bóginn trúurn vér ekki öðru, en að Is- lendingar séu enn svo fróðleiksþyrstir, að margir þeirra telji sér það lán, að eiga kost á að lesa þessa skilmerkilegu greinargerö á höfuðatriði kristindómsins, frá sjónarmiði lærðra og trúaðra sam- tíðarmanna, enda þó i það kunni að ganga hálf eða heil klukku- stund. —B. B. J.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.