Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1932, Side 17

Sameiningin - 01.03.1932, Side 17
79 Kenning kriátindómsins um Guð Úr nefndarskýrslum Lambeth-fundarins 1930. Þýöing, nokkuö stytt. I. Nútíðarhugsanir. Einskis þarfnast heimurinn eins og þess, aö finna einhverja megin- uppsprettu tilverunnar, sem geti vakiö manssálinni traust, er hún horfist í augu viö æðigang vorra tíma og óvissuna um andlega hagi. 'Það veröur að kannast hreinskilnislega við það, að mörgum góðum mönnum er ómögulegt að veita því hugsanakerfi viðtöku, sem erfi- kenningin hefir að þeim rétt. Vér höfum dýpstu samúð með þeim, sem kveljast af slíkum efasemdum, og finnum, hversu þeim veitist erfitt að sigrast á þeim. En vér litum þó svo á, að guörækilegar liugsanir og trúarlíf muni styrkjast við þessa baráttu til andlegrar vissu. Vér fögnum því aö sjá vott um marga einlæga þrá, sem eru einkenni á nútimakynslóðinni. Og vér sjáum þen.nan vott birtast í hugrenningum manna viðsvegar um heim. Alt til vorra daga hefir trúin verið aflvaki í þróun mannanna, og vér hyggjum, að' trúarleg eðlishvöt styrkist og skilningur á því, að trú sé nauðsynleg. Hugsjónastefna, sem er trúarleg í insta eðli sínu, birtist einnig í friðarþránni nú og vaxandi skilningi á bróðerni mannanna. Vér sjáum hana ennfremur í nýrri og frjálsri fegurðarleit, vaxandi gremju gegn fyrirlitningu á persónuleika mannsins og í áhuga á sætnd og helgi mannlífsins. En samfara þessari einlægu hugsjónastefnu er skilningsskortur á tilgangi lifsins og þörf á bjargfastri trú á ákvörðun mannanna. Þar sem svo er ástatt, finst oss nauðsynlegt að iáta í ljós þá sann- færingu vora, að kenniug kristindómsins um Guð og alt, sem í henni felst, veiti þá leiðsögn, sem kynslóð vor þarfnast svo mjög í vand- ræðum sínum. Vísindin eru nú farin að veita oss sömu útsýn yfir það, hvernig heimurinn sé til orðinn og hvernig hann hafi þroskast stig af stigi. Eðlisfræði og stjörnufræði, jaröfræði og líffræði, mannfræði og forn- fræði gefa oss samhljóða lýsingu á þróunarferli sköpunarinnar. I ljósi þeirrar opinberunar verður ekki tekin bókstaflega alþýðuskýringin á frásögn Biblíunnar um sköpunina. Og þess verður að minnast, að þegar guðfræði'byggingin hefir risið hæst, þá hefir ekki verið lögð megináhersla á slíka bókstafsskýringu. Þessi nýja, stórfenglega og skýra hugmynd vísindanna leiðir í ljós einingu og þróun sköpunarinnar. Vér sjáum birtast glögglega i þeim þróunarferli ákveðinn tilgang öld af öíd, og eru andlegir hæfi- leikar mannanna hámarkið. Vér höldum því einnig fram, að ganga verði út frá því, að sönn skapandi þróun hafi átt sér staö, að hún hafi

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.