Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 18
8o
veriö alveg óslitin og aö hún hafi látiö nýjar og nýjar verur koma
fram. Vér teljum ekki aöeins afleiðing þessarar þróunar andlega,
heldur einnig upphaf hennar. Og vér litum svo á, sem æðri hæfileikar
mannsins bendi til þess, að hann búi yfir raunverulegu afli til fram-
taks, svo að ábyrgð fylgi, að hann hafi gáfúr til að koma auga á
tilgang sköpunarinnar og aö hann geti ekki aðeins skiliö andlega upp-
sprettu veru sinnar—heldur einnig aö nokrku leyti sameinast henni.
Hér verður þegar að játa, að vér stöndum andspænis ráðgátunni
voöalegu um bölið. Heimsþróunin, sem leitt hefir til þess, að maður
varð til með andlegum hæfileikum sínum, hefir einnig t. d. látið verða
til lífsverur, sem hafa valdið öðrum lifandi verum sárum þjáningum
og manninum sérstaklega. Þjáning virðist ekki verða greind frá
þróun lifsins á jörðunni. En trú vor er, að full bót fyrir bölið sé su
staðreynd, að sjálfræði fer vaxandi hjá lifandi verum, eftir því sem
þroski þeirra kemst hærra, unz það verður að frjálsræði hjá mann-
inum. Að vandamálinu um vonzkuna munum vér seinna korna.
Uppsprettu þessarar þróunar og þess tilgangs, sem þar er að finna,
nefnum vér Guð Þannig höldum vér því fram, að Guð hafi starfað
óslitið í heimi sköpunarinnar og starfi enn dveljandi í honum. En
jafnframt er hann hafinn yfir heiminn, þar sem alt skapað er frá
honum runnið.
Þegar maðurinn vaknar til andlegrar meðvitundar, þá er það ekki
aðeins afleiðing af starfi Guðs, heldur veitir það honum hæfileika til
að komast að nokkuru í santfélag við Guð. Þannig hefir maðurinn í
sönnum skilningi verið skapaður í Guðs mynd, og vér sjáum að eðli
hans er svo háttað, að nokkur grundvöllur er lagður að einingu milli
Guðs og hans. Þar sem ekki er djúp staðfesta milli þess, sem guðlegt
er og mannlegt, geta menn komið auga á fegurðina, sem Guð hefir
gefið heiminum og fundið bærast hjá sjálfum sér þrá til þess að láta
fegurð verða til. Einnig birtist í móðurást dýranna til afkvæmisins
endurskin af kærleika Guðs, og í hæstu hugsjónum samvizku manna
hugsjónir hans sjálfs.
Þegar vér virðum fyrir oss innri tilgang sköpunarinnar, sann-
færumst vér um það, að Guð, sem er yfir heiminum og höfundur að
þróun hans og býr jafnframt i honum, sé ekki fjarlægur lifi mannanna.
Andi Guðs er—svo að vér höfum upp algengt kristilegt hugtak—•
leiðtogi og hjálpari mannsandans.
Trúarbrögð sögunnar eiga þar uppliaf sitt, sem þessi innsæja með-
vitund um Guð er. Þjóðir á frumstigi telja ótakmarkað og levndar-
dómsfult inagn búa í því, sem hefir mikil áhrif á þær. í fjöígyðis-
trúarbrögðum fer hvorttveggja saman, tilraun til þess að gjöra sér
grein fvrir náttúrunni og löngun til þess að forðast ill áhrif hennar,
og ennfremur þrá til þess að komast í samfélag við vinveitt andleg öfl.
Eingyðistrú ísraels er hreinustu og dýpstu andlegu trúarbrögðin
á undan kristninni og þau, sem vér höfum skýrastar sagnir af. Þessi
fagra trú hafði varist gegn óslitinni ásókn fjölgyðistrúarinnar og