Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 19
8i
þroskast við guBlegar sýnir miklu hebresku 'spániannanna. Þannig
var gatan greicld fyrir komu Krists. Allur þroski mannsins og afrek
mannsandans benda í áttina til hans. En þrátt fyrir það þótt alt hiö
bezta í lífi mannanna yrði fullkomiS hjá honum, þá var fagnaöar-
erindið um Krist nýtt heiminum, Þaö kom heimsmenningunni, þar sem
þaö birtist, í vanda, og hana jafnvel hrylti viö því. Þaö var ‘'Gyöing-
um hneyksli og Grikkjum heimska.” Á fyrri stigum mannkynssög-
unnar og enda hjá Gyöingum var þekkingin á Guöi takmörkuö, óbein
og greind frá sumum sjónarmiöum mannlífsins. Gyðingarnir höfðu
lögmálið, Grikkir heimspeki sína, en hvorugt veitti beinan þrótt til
siðferðilegrar iireytni. í Kristi bjó aftur á móti “öll fylling guödóms-
ins líkandega,” aö trú þeirra manna, er honum fylgdu, og viö þaö
urðu öll áhugamál mannkynsins lögö í arma fööursins á himnum.
Kenningin um holdtekju Krists getur ein gefið rétta lýsingu á
skyldleika hans viö Guö annars vegar og viö manninn hins vegar.
“Orðiö (Logos) varö hold og bjó með oss.” Þannig veröur kristin
guðfræði í samræmi viö þá nútímaskoðun á heimsrásinni, sem áöur er
getið. Einnig gefa þessi orð þaö til kynna aö “crðið” liafi birzt í
timanum og mannkynið náð fullkomnun sinni hjá Jesú Kristi. Þaö
var, eins og Páll postuli segir, ásetningur Guðs, “sem hann hafði með
sjálfum sér ákveðiö aö framkvæma, er fylling tímans kæmi—:að hann
ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu,
undir eitt höfuð í Kristi.” Og þannig birtist hjá Ivristi sú guðsopin-
berun, er gjörir hann að drotni og meistara mannlífsins. Hér er leynd-
ardómur kraftarins og þekkingarinnar, sem knýr rnenn til að leita hans,
er mest á reynir. Ekkert jafnast á við áhrifavald hans.
Það voru postularnir, sem hófu fyrst að kenna heiminum þetta.
Þeir boðuðu upprisu Krists frá dauðum og kölluðu menn til að veita
honum viðtöku sem frelsara og drotni. Nýr kraftur, kraftur heilags
anda, var að starfi meðal mannanna.
Kristni söfnuðurinn haföi tekið að erfðum frá spámönnum Gyð-
inga trúna á einn Guö. En er safnaðarmennirnir hugleiddu opinberun
Guðs í Kristi og fyrir heilagan anda, mótaðist þrenningarlærdómurinn
smám saman. Menn fundu bað, að einingu guðdómsins varð ekki lýst
með því að likja henni við eina persónu. Það sem vér nefnum per-
sónuleika hjá manninum hlýtur að visu að felast í veru Guðs, en per-
sónuleikinn, eins og vér þekkjum hann hjá manninum, nægir þó ekki
til þess að lýsa til fulls eðli Guös. Sú hugsun birtist í orðunum al-
kunnu: “Náðin drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags
anda sé með yður öllum.”
Aðalefnið í kenningu Krists varö föðureðli Guðs og riki hans.
Grundvallarlög þess rikis eru réttlæti, kærleiki, fyrirgefning og friður.
Kristur kendi það, að Guð stjórnaði heiminum með kærleika. Þá er
mennirnir líða fyrir sakir réttlætisins, flytja þeir heiminum kærleika
Guðs, eins og hann leitar mannkyninu hjálpræðis. Sú staðreynd Inrtir
lögmál krossins. Krossinn felur í sér alla baráttu kærleikans um ald-