Sameiningin - 01.03.1932, Page 20
82
irnar viö hiö illa. Kærleiki Krists endurleysir heiminn meö því aö búa
réttlætinu og kærleikanum skilyröi til þess aö geta orðiö almáttug.
í>annig “var Guð í Kristi og sætti heiminn við sig.” ísraelsmenn fyrir
daga Krists fundu mjög til syndar og eymdar, og var þrá eftir hjálp-
ræöi samfara. Lögmálið hélt aö vísu á lofti heilagleika hugsjón, en
það bjó menn engu afli til þess að sigrast á synclinni eöa verða heilagir.
Og friðþægingarfórnirnar, sem viö það voru tengdar, töldu sumir
mestu spámenn Hebrea áhrifalausar, og viðleitni manna til þess að
öðlast heilagleika lauk svo, að að þeir örvæntu um hann. En frum-
kirkjan fékk nýjan þrótt til þess að sigrast á syndinni við dæmi Krists,
dauöa og upprisu.
Þannig rættist fyrirheitiö, sem Jesús hafði gefið lærisveinum
sínum samkvæmt frásögn Jóhannesarguðspjalls. Skilnaður hans við
þá varö þeim til góös, af því að þá kom huggarinn til þeirra, veitti
þeim skilning á lífi hans og kenningu og leiddi þá í allan sannleika.
Postularnir skildu það þegar frá uppliafi, að við Hvítasunnuatburð-
inn rættist von, sem mátti rekja til spámanna Hebrea og sálmaskálda.
Þeir fundu það, að þeim var falið að miðla öðrum þeirri gjöf. Þeir
skírðu Kornelius og vini hans, er þeir sáu, að þeir höfðu fengið
heilagan anda. Þeir tóku nýjar ákvarðanir og skírskotuöu þar til
valcls andans. Andinn hafði veitt þeim frelsi og diörfung með mætti
sínum.
Þessi kraftur er ekki einskorðaður við innri mál kirkjunnár, held-
ur á hann erindi til alls heimsins. Andinn vill leiöa í ljós sanna merk-
ingu syndar, réttlætis og dóms með því að láta birtuna af opinberun
Krists leggja á heiminn. Heimurinn hefir sínar hugsanir um öll þessi
mál og keppir að sínum eigin hugsjónum, en þar verður ekki komist
að sannleikskjarnanum fyr en þau hafa verið borin saman við kenn-
ingu Krists með helgun og upplýsingu andans.
Bölið í heiminum hefir virzt og virðist mörgum enn eyða trúnni
á Guð kærleikans. Vér trúum því, að æðri þekking muni komast að
þeirri niðurstöðu, að siðfcrffilegt böl að minsta kosti standi i sambandi
við frjálsræði mannsins. Svo langt sem sjón vor nær, gæti ekki verið
til án valfrelsis heimur af andlegum verum, sem megnaði að elska
Guð aftur á móti. Þar sem hið illa gœti alls ekki verið til, væru aðeins
vélbrúðir í ríki Guðs. Það gæti ekki verið ríki frjálsra anda. Eins
og Kristur kendi, erum vér verur með fullri ábyrgð. sem þjónum Guði
bezt með því að berjast gegn hinu illa. Vér gleymum þvi ekki, að Páll
postuli, sem þekti vandamálið um hið illa, boðar enga beina lausn frá
því. Það hefir að skoðun hans áhrif á allar skepnur, eins og mann-
kynið. Hann horfir fram til þess, er fyrirætlun Guðs nær fullkomnun,
þá fvrst verður vandamálið leyst.
Uppgötvanir síðustu tíma á stærð stjörnugeimsins hafa hert á því,
hversu reikistjarnan, sem vér Iifum á, sé auvirðileg. Og margir draga
af því ályktun um smæð mannsins í augum Guðs. Vér finnum, að þar
er verið að blanda saman gildi efnisins og siðgæðisins. Gildi mannsins