Sameiningin - 01.03.1932, Side 22
84
II. Trúarbrögð og hugsjónir utan kristmnnar.
Enn i dag eru ókristnaöir tveir þriðju hlutar mannkynsins, og
hafa þeir þessi trúarbrögö: Gyöingdóm, Islam, Búddhatrú, Indverja-
trú, Konfúsíusartrú og Shinto—og ýmisleg frumstæö trúarbrögö. Af
þeim svipar heimsmynd tveggja, Islams og Búddhatrúarinnar, til krist-
indómsins. Til kenningar kristindómsins um Gu'ö svarar hjá Islam
glögg og ákveÖin fullyrðing þess, aö Guö sé til í raun og veru, og í
Búddhatrúnni lögmáliö um meöauntkun og náö. Múhameöstrúarmað-
urinn leggur alt sitt ráö óskorað á vald hins eina, almáttuga, ómót-
stæöilega, einvalda og alfullkomna Guös, skaparans og dómarans.
f>essi fjarlægi guödómur er í ákveðnu sambandi viö heiminn. Sannar-
legt almætti hans veldur því, að hann er nálægur með áhrifum sínum,
og það ekki aðeins þar, seni spámaðurinn er og bókin af himni, heldur
einnig í allri guöhræðslu og lotningu, sem birtist í tilbeiðslu og starfi
Múhámedtrúarmanna. Áherzlan, sem lögö er á almætti Guðs, leiðir í
daglegu lífi til meiri og minni forlagatrúar. Það er satt að vísu, að
hugsjónir kærleika og miskunnsemi felast í nokkurum af “guðsheit-
unum dásamlegu,” t. d. sá er vorkennir, gætir, fyrirgefur o. s. frv.,
en þar er Islam veikust fyrir. Kóraninn segir frá Jesú Kristi, en
mynd hans er gjörólík mynd guðspjallanna. Aðalstyrkur Islams er
trúin á hátign Guðs, sem eilífs konungs aldanna, en veikleiki liennar
sá, að heilagleikans og kærleikans gætir of lítið í eðli hans. Þar er
enginn frelsari. Syndin þarf ekki að vera Guði andstæð með öllu.
Menn hugsa sér ekki, aö henni fylgi nein nauðsyn á friðþæging.
t Búddhatrúnni hefir lögmálið um meðaumkun og náð í þessum
heimi komist mjög í framkvæmd og veriö haldið, en það hefir verið
leiðin til þess að losna við sorgir þeirrar veraldar, sem hugsjónin urn
tilveru Guðs hefir verið fjarri. Þannig hefir þessi trú upphaflega
verið kend á Indlandi. Hugsunin um Guð á ekki heima í Búddha-
trúnni í upphaflegri mynd hennar, en þrá mannanna til þess að til'biðja
eitthvað leiddi til þess, að Búddha sjálfur var gjörður að Guði. t
Kína, Kóreu og Japan hafa einnig höfundar sérgreina Búddhatrúar-
innar verið gjörðir að guðum. Búddhatrúin hefir orðið að dultrú og
er sterkasti þáttur hennar þráin til þess að verða leystur frá sjálfum
sér. Hún boðar fjögur hin göfugu sannindi og hinn göfga áttfalda
veg, sem leiðir til frelsis frá endurfæðingunum. Hún hefir að geyma
lögmál fvrir þeirri breytni hér í heimi, sem lyktar með “nirvana,” en
nirvana telja sumir hið sama sem að verða að engu. Mörgum hinum
beztu Búddhatrúarmönnum virðist þó nirvana fremur vera jákvætt en
neikvætt ásigkomulag, það er ástand, sem blessun er yfir, en engin orð
fá lýst, og gagnstætt reiki þessa heims.
Öðrum miklum trúarbrögðum og hugsanakerfum og siðkerfum
eins og Gyðingdómi, Indverjartrú, Konfúsíusartrú og Shinto er það
sameiginlegt, að miðað er við ákveðnar þjóðir en ekki allan heiminn.
í guðstrú Indverja er Guð (Brahma) ópersónulegur. Hið óper-
sónulega er talið æðra en hið persónulega, af því að persónuleikinn er