Sameiningin - 01.03.1932, Síða 24
86
en kenning kristindómsins um Guð varpar skýru ljósi yfir hana. Guð,
sem gjörist maður, andi Guðs, frelsun og sakramenti kirkjunnar eru
grundvallarhugmyndir, sem má lýsa svo, að þær greiði götuna til
lífsins, en sú hugsun skilst i heimi frumstæðra trúarbragða.
í þeitn heimi ríkir einnig óttinn og lotningin. Þar er mönnum
alveg eðlilegt að líta á fjölskylduföðurinn eða ættarhöfðingjann með
lotningu og óttast anda forfeðranna, en ekki að sjálfsögðu að bera
virðingu fyrir þeim. Slíkt þarf alls ekki að fela í sér trúarlegt gildi.
Óttinn og lotningin eru undirstaða, sem æðri hugmyndir verða bygðar
á. Þegar kirkjan er skoöuð sem ríki með lifandi stjórnanda eða eins
og fjölskylda með lifandi heimilisföður, þá leiðir eðlilega af því lotn-
ing fyrir þeirri persónu, sem er upphafið og forsjónin. Það sem á
vantar, og leggja þarf áherzlu á er það, að Guð sé einn, og honum
beri ótti og lotning—hann einn eigi að tilbiðja.
Guð hefir ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar. Vér könnumst
glöð við þau sannindi, setn hin miklu trúarbrögð og kerfi, er ekki eru
kristin, hafa að geyma, en vér getum ekki gengið inn á þá algengu
skoðun, að sérhver slík trú og kerfi sé það, er bezt hentar þeirri
þjóð, er hann hefir, því að öll þessi trúarbrögð standa að.baki fagn-
aðarboðskapnum um órannsakanleg auðæfi Krists. Hátign Guðs hjá
Islam og siðgæðið háa og hugsanirnar djúpu hjá öðrum trúarbrögðum
Austurlanda nálgast sannleikann um Guð, sem Kristur opinberaði. Og
fyrir hann mega allir menn koma til föðursins í einum anda.
III. Kenning og rannsókn.
Vér byrjum þennan kafla skýrslu vorrar með því að gjöra oss í
stuttu máli grein fyrir nokkrum ófullkomnum og lágfleygum hug-
myndum um Guð, sem eru algengar í kirkjunni sjálfri. Ef tími er
kominn til þess, eins og vér ætlum, að menn öðlist fyllri skilning á
skyldleika sínum við Guð og eðli lians, þá á það að vera hlutverk
kirkjunnar að auka þessum trúarhugmyndum þroska og koma þar betur
orðum að. Til þess að gjöra það verður lum að horfast djarflega í
augu við þær hugmyndir, sem eru bundnar við nafn Guðs hjá almenn-
ingi. Og vér verðum, eins og í allri kenslu, að byrja á því, sem þegar
er fyrir í liugum þeirra, er vér kennum.
Margar þessara ófullkonmu hugmynda má rekja til þeirrar trúar,
sem enn ríkir, að alt í Biblíunni sé jafn fullkomið. Þrátt fyrir það,
þótt ljósi hafi verið varpað á það fyrir löngu, hvernig einstök rit
hennar séu til orðin, og hversu opinberun hinnar heilögu þekkingar, er
þau skýra frá, hafi þróast, þá er jafnvel enn oft farið með Biblíuna
eins og alt sem í henni stæði um Guð, hlyti að felast í nútímaskilningi
vorunr á honum. Afleiðingin af því verður sundurleit skoðun, og
fornum og frumstæðum hugsunum um hann er leyft að komast að
opinberuninni um hina guðlegu veru í lífi og boðskap Jesú Krists.
Enginn kristinn maður neitar vísvitandi orðunum: “Sá sem hefir séð
mig hefir séð föðurinn.” Og þó halda margir því enn fram af mis-