Sameiningin - 01.03.1932, Qupperneq 29
91
viöurkennum þaö, aS sá kærleiki til hans einn hefir aukiö þekkingu
manna á e'ðli hans og gefi'ð þeim von um það, að komast lengra inn í
leyndardóma Guðs. Vér könnumst fyllilega við það, að auk helgi-
siðatilbeiðslu kirkjunnar þurfi kærleikurinn til Krists að koma fram
i mörgum myndum. Á síðustu tímum hafa menn glögt fundið gildi
ákveðinna tilbeiðslustunda, þar sem þögn og íhugun hefir ríkt. Og
það er einnig þörf á bænum af munni fram og frjálsri tilbeiðslu. En
í öllu slíku er kenning Krists mælikvarðinn. Vér tilbiðjum föðurinn
fyrir soninn með fulltingi heilags anda. Og þeir, sem tilbiðja, verða
að tilbiðja hann í anda og sannleika.
—Prestafélagsritið.
Úr gömlum dagbókum
Eftir séra S. S. Christopherson
Framh.
ÞaÖ fór að líða á daginn og halla nær kvöldi. Sólin gekk
lækkandi til vesturs. Mér fór a8 lengja eftir þvi, a8 komast út úr
skóginum. Mig fór alvarlega að gruna aÖ eg hefði vilst. Eg'
kleif upp hæð nokkra allbratta til þess að átta mig. Sá eg þá, mér
til mikils angurs, að eg hafði vilst vegna snjósins og snúið i öfuga
átt. Það var enginn vafi á því. Skógurinn lá langt í allar áttir.
Það sáust raðir af greniklæddum hæÖum, sem tóku hver við af
annari. Það sást rjóður í f jarska, og sást þar í gegn um sléttlendi
skóglaust. Eg þóttist vita, að þangað væri Erfurt að leita. Það
tók fast að dimma og nestið var búið. Eg vissi af smáþorpum hér
og þar niöri í dalverpunum. Það sást ekki votta fyrir reyk neins-
staðar, og það varð ekki manna vart. Smá kestir sáust hér og þar,
þar sem landið hafði verið rutt. Eg gekk að einum kestinum. Eg
bjóst við að ]>að væri götustígur þar eftir þá, sem ruddu skóginn;
bjóst eg við aÖ stígurinn myndi liggja að kofa einhvers þeirra
manna, sem hafa það að atvinnu að brenna kol. Ilugðist eg að
njóta þar skjóls og varma. En nú datt myrkrið á jafnvel áður en
eg náði að fyrsta kestinum. Nú tók að snjóa, og það virtist ekki
hættulaust að skilja við Ijreiða og vel troðna braut, og taka óvissan
stíg.
Eg ásetti mér því að búa sem best við það, sem var fyrir
hendi. Það var ekki þar með sagt, að það væri með öllu óþolandi.
Eg hafði tinnu meðferðis. Tók eg til að tína saman sprek og þurra
kvisti. Gat eg kveikt eld unl síðir. Mér var auðvitað kalt, og
svangur var eg líka. En eg setti það ekki fyrir mig. Það var að-
eins auka fasta. Mér fanst það ekki tiltökumál, þótt ferðalag