Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 32
94
viS dauða sínum, og fal sál sína hinni blessuðu guðsmóður. Það
var í mesta máta uppbyggilegt og göfgandi að sjá hina innilegu
tilbeiðslu Marteins til hennar. Það var vafalaust því að þakka, að
hægt var að binda um sárið, og hægt var að fá það til að gróa.
Erfurt, Júlí, 1503.
Marteinn Lúter er hættulega veikur. Margir meðal kennar-
anna og stúdentanna eru mjög hræddir um hann. Hann er vina
margur, og það að vonum. Sjálfur er hann innilegur vinur; búast
menn við að hinir miklu hæfileikar hans muni afla liáskólanum
stórrar virðingár. Eg forðast að hugsa til þess skaða, sem eg biði
við fráfall Lúters. í morgun kom gamall prestur til Lúters, glæddi
hann von hjá okkur.
Lúter er sýnilega aðframkominn og væntir dauða síns á hverri
stundu. Presturinn gekk að rúminu, og sagði milt og með sann-
færandi festu:
"Vertu hughraustur bróðir, þú munt ekki deyja að sinni.
Guð á eítir að gera þig að miklum manni; þú átt eftir að hugga
marga aðra. Guð leggur snemma krossinn á herðar þeim, sem
hann ætlar að blessa og gera að miklum mönnum. Þeir læra mikið,
sem sýna stöðuglyndi í skóla þeim.”
Þessi orð fluttu undarlegan kraft. Get eg ekki betur séð en
að sjúklingnum liði betur en. áður.
Erfurt, ágúst, 1503.
Nú er Marteinn kominn til heilsu. Lofaður sé almáttugur
Guð, hin blessaðað guðsmóðir og dýrlingar allir.
Orð gamla prestsins hafa flutt mér líka mikla von. Ef það að
eins gæti átt sér stað, að áhyggjur og mæða, sem hefir hvílt svo
þungt á mér og Elsie, væri ekki sproti til þess aS straffa okkur,
heldur kross, lagður þeim að bera, sem Guð elskar. Hver getur
sagt um það? Eg vil ásetja mér að trúa því; minsta kosti að því,
sem það snertir Elsie.
Víð og stór gerist veröldin nú á dögum: Nýr heimur fundinn
af spánverskum sjómönnum fyrir handan Atlantshaf. Hinn gamli
heimur stendur nú opinn á ný með viðreisn tungumála náms, og
þekkingar á uppsprettulindum hinna sígildandi fornbókmenta. Nú
er líka fundin upp aðferð að prenta. Faðir minn segir að það muni
verða til þess, að upp muni ljúkast ótal uppsprettulindir, sem
streyma meðal hærri og lægri; flytjandi forn fræði.
Þetta eru glæsilegar tíðir. Margt hefir verið opinberað. Hvað
mun enn vera óþekt? Hugir manna voru fullir af eftirvænting.
Það er eins og ekkert kæmi á óvart; ekkert bæri við svo stór-
kostlegt, að það gæti ekki átt sér stað.