Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 8
sjálfur hefir sett öllu jarðlífi. Hörmum því ekki, heldur von- uin og þökkum.— “Séra Jónas dáinn, horfinn”?—Nei, ekki horfinn, nema hugurinn sé blindur og trúin dauð, í brjóstum okkar, sem eftir lifum. Við sjáum hann enn, lof sé Guði; getum eygt hann bæði í fortíð og framtíð. Nú, þegar “mæðra-dagurinn” fer í hönd, hvarflar hugurinn eins og ósjálfrátt aftur í tím- ann um sextíu og átta ár—séra Jónas var fæddur (i. mai I8G5 —og við sjáum nýfætt barn hvíla í faðmi móður sinnar í fátæklegu íslenzku bóndabýli norður í Viðidal í Húna- vatnssýslu. Móðirin og faðirinn — Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Bárðarson—gleðjast innilega í Guði yfir þessu barni sínu. Móðirin lyftir augum til himins í bæn og þakkar- gjörð. Það er fögur sjón.— Við sjáum drenginn, nokkrum árum síðar; inóðirin er að kenna honum bænirnar hans. Hann lærir þar tvent í einu, að trúa og að elska; trú og kærleikur verða eitt og hið sama i þessum bænum og hjá þessari móður; og móður-minningin, með bænunum, trúnni og kærleikanum, lifir í hjarta hans þaðan í frá til dauðadags. Móður sinnar mintist hann síðar i ágætu Ijóði, og eins bænanna; og hversu vel honum var inn- rætt þessi biíða .barnslega trú, það sézt meðal annars á við- kvæmum sálinaversum, sem birtust eftir hann á síðasta ári hvað eftir annað hér í btaðinu. Og trúna kristnu, trúna henn- ar móður sinnar, lærði hann að meta því meir, sem hann lifði lengur og reyndi meira; hún veitti honum Ijós og frið á reynslutímum lífsins, óumræðilega dimmum og erfiðuin.— Svo sjáum við drenginn stálpaðan; hann er fríður sýnum, fjörlegur, gáfulegur. Svipurinn sýnir, að hann er af góðum íslenzkum ættum. Hann er nú lcominn í skóla—heima hjá sér, því að barnaskóli er enginn til í þeim sveitum. En heim- ilið og skólinn eru honum eitt og hið sama. Sína fyrstu ment- un þiggur hann ekki af leiguliðum, eins og aðflutta vöru, heldur berst hún honum eins og lífið sjálft, frá foreldrunum; hún er óslitinn og eðlilegur þáttur í daglegu lífi hans á meðan hann vex upp; og þaðan í frá verður það alt eitt fyrir honum, mentast og að lifa. Hann hafði síðan unun af sígildum bólc- mentum og alls konar slcólafróðleik til dauðadags.—Faðir hans kennir honum að lesa, og bæði faðir og móðir velja fyrir hann bækurnar og skýra fyrir honum efnið. Hann kynnist íslenzkum sögum og kemst þar yfir auðæfi, sem bregðast honurn aldrei síðan í ræðu né riti. Sögualdar hetj- unum verður hann nákunnugur og lærir margt af þeirn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.