Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 14
88 lífi. Jörðin þarfnast vors og sólar. Hin myrka mannlífs tilvera þarfnast Jesú kærleika og upprisu trú. Tilfinningar manna eru dýpstar, sorg þeirra þyngst og þörf þeirra því mest—því er herra lífsins svo ant um trú og lífskoðun mann- anna. Fyrir það verður vonarþáttur lífs vors þess afltaug: vor von, ai’Ia von, þroska von, bata von, lífs von, sælu von, samfunda von,—eilífðar von. Hver er snauður og bágstaddur ef ekki sá, sem er afklæddur von og trú? Og þó finnast þeir, er stæra sig af sínu andlega allsleysi. En vonarlaus maður er sem vængbrotinn fugl, sem ekki flýgur framar heldur verður hinum mislcunnarlausa bogmanni að bráð. Við erum allir skyldari enn oss skilst. Frændsemi vor er meiri en vér könnumst við;—l’leira en sameiginlegt þjóð- erni og sameiginleg tunga tengir oss. Maðurinn, sem einna fegurst hefir talað af öllum orðhögum mönnum, Sescró, sagði: Náttúran hefir ákvarðað að maður þrái heill sérhvers manns, hver sem hann er, fyrir þá einu ástæðu, að hann er líka maður.—Kristindómurinn kennir, að allir menn sé ná- ungar, allir af einu blóði og eigi allir að elskast. Aðal þættir í eðli vor allra eru náskyldir. Allir fagna vori, allir elska blómin, allir eiga synd og sorg í hjarta, allir hafa mist fyrir dauðann, allir hljóta að deyja—þó allir eða nálega allir, haldi dauðahaldi í þetta líkamlega líf sársaukans og verji fúslegar öllu i lyf og læknisdóma en nokkuð annað, og telja þau vísindin hezt og dýrmætust, er lengja þetta líf vor mann- anna, teljum jtað mikilsvirði er fleiri fæðast en deyja.— En þrátt fyrir þenna skyldleik, nánustu frændsemi í ná- lega ölln, sem mestu varðar, er það kænleiki hins illa, myrkra- höfðingjans volduga, er vill útiloka vorið og páskana úr vitund mannanna, að fá þá til að þrátta um aukaatriði and- legra mála, svo þeir standi ekki sameinaðir um stór-sannindi kristindómsins,—kveikir andlegt innlnjrðis stríð þar sem hræður og frændur bera vopn hver á annan,—oftar af ímynd- uðum ágreiningi,—í stað þess að aðstoða hver annan og helzt elska hver annan sem skyldum sæmir. Því verður það ofl Htils virði hjá þeim, sem liggja flatir fyrir öllu með þekkingar yfirskrift eða vísinda nafni, hvort fleiri fæðast en deyja andlega, hvort vér lil'um á kristilega heilnæmum stöðvum, hvort andlegur vorgróður vex hjá oss, hvort lijörtun eru blómum sltrýdd, hvort upprisutrúin er að gera oss styrka þegar mest reynir á, eins og stórmennin, er eg minti yður á. Og örðugt er mér að skilja hve margir láta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.