Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 12
86 drykkinn. Neitaði hann vinum sínum um að koma sér undan, sagði þeim að þeir gætu ekki greftrað sig, sem væri ódauðleg- ur og gekk út í dauðann að virtist fullviss um eilíft líf. En eg minni yður á þenna annan annálaðasta dauðdaga í sögu mannkynsins, er skeði meira en 4 öktum fyrir kross- dauða Drottins, nú á hátíð upprisunnar, vegna þess hve ótví- ræður vitnisburður vitringsins var um ódauðleik lifsins,— bæði í orðum hans og athöfnum, og það í sjálfum dauðanum. Og sömuleiðis fyrir þá kenning hans, að menn hljóti að vera trúii' til að geta verið trúaðir,—að eðli manna þýði meira en orð þeirra að lifsskoðun og lífsferill sé samvaxið. Þessi góði, gríski maður, öðrum vitrari og andlega æðri á sinni tíð, gaf fúslega líf sitt fyrir þessar kenningar,—vildi ekki þiggja líf og rýra á þann hátt gildi kenninga sinna. Öldum síðar dó frelsarinn á krossi, saklaus fyrir selca meðbræður sína, fúslega og með bæn fyrir óvinum sínum til staðfestingar hinum drottinlega boðskap uin endurlausn manna og annað líf. Rúmum 10 öldum síðar gekk vitrasti og bezti fornaldar- maður íslands sjálfviljugur inn í bústað sinn logandi, er hann vissi að synir hans hlutu að deyja, rneð þeim trúaröruggleik, er lét hann segja á slíkri stundu : “Verðið vel við og mælið eigi æðru, því él mun eitt vera.—Trúið ok því, at Guð er miskunnsamur og mun hann eigi láta oss brenna, bæði þessa heims ok annars.” Fimm öldum síðar, er synir hans höfðu dáið á högg- stokk, lét hinn glæsilegasti höfðingi íslenzkrar kristni, Jón biskup Arason, líf siít, þrátt fyrir griðaboð, með fullvissu eilífs lifs í öndvegi hjartans, þrátt fyrir ægilegasta dauða holdsins. Þessi dýrlega eign í lífi hinna andlega ágætustu manna er oss boðuð og boðin í hinu óútmálanlega lífs og vonar erindi páskanna. Fyr eða síðar þurfa allir menn, hver einasti yðar, á henni að lialda, ekki aðeins í dauðanum, heldur í lífinu, því bæði samkvæmt kenningu Krists og spekingsins gríska, er lífsferill manna of oft lítilsvirði söltum þess að lífsskoðun, trúin á ódauðleika mannsins, er svo fátæk og fjarlæg í meðvitund margra.— íslendingar, eg hefi lengi þráð að þjóðin mín íslenzka, þér og allir íslenzkir einstaklingar, eignuðust í hjörtu og líf yðar æðstu og sælustu hugsjónir, kunnar oss mönnum.—og þá fyrst trú Jesú og mál Hallgríms Pétursson'ar,—páskaguð- spjallið og passíusálmana. Eg trúi á gildi þess fyrir mig og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.