Sameiningin - 01.05.1933, Qupperneq 11
85
vera leit á nútímamanni íslenzkum, sem svona rækilega hafi
svipað til Jóns Arasonar.—
Nei, séra Jónas er ekki horfinn; þetta eru sumar mvnd-
irnar af honum, sem við sjáum, þegar við lítum til baka.
En hvað sjáum við þá fram undan? Það, er komið undir
þeim bjarma trúar og vonar, sem við eigum í hjartanu. Ef
við höfum enga trú, þá sjáum við ekkert fram undan, nema
myrkur. En ef trúin lýsir okkur, hin kristna, sem séra Jónas
átti sjálfur, þá blasir við okkur dýrðleg sjón: “Eftir þetta sá
eg og sjá: Mikill múgur, sem enginn fekk tölu á komið—þeir
stóðn frammi fyrir hásætinu og frammi fgrir lambinu,
skrýddir hvítum skikkjum.”—Trúin getur eygt hann, sem við
nú kveðjum, í þeim fríða hópi. Og hún getur tileinkað hon-
um orð úr sama ljóðinu, sem vitnað var til í upphafi þessa
máls:—•
Fast eg trúi; frá oss leið
vinur minn til vænna funda
og vcrka frægra, sæll að skunda
fullkomnunar fram á leið.
G. G.
Einn hinn vitrasti og' bezti maður fornaldarinnar, Sókra-
tes, sem dó 400 árum f. Kr., var ákærður af illum og öfund-
sjúkum mönnum fyrir að forsmá guðina og spilla æskulýðn-
um. Hin sanna sök var dirfska hans í kenningum og hve oft
hann varð illræðum vondra manna að fótakefli.—Hinn frægi
lærisveinn hans, Plató, er lýsir dauða hans, segir meðal
annars: Er Sókrates hafði lengi rætt við oss um ódauðleik
sálarinnar, ætlaði hann að taka sér laug fyrir andlátið. Þá
spurði Kríton vinur hans: Hvað eigum vér að gera fyrir
börn þín, eða annað, sem þér er kært?—-“Þetta, sem eg er alt
af að brýna lyrir yður, bezti Kríton,” svaraði Sókrates, “að
þér berið rétta umhyggju fyrir sjálfum yður, þá munið þér
vinna þægt verk mér og mínum, sem sjálfum yður, enda þó
þér engu lofið. En ef þér vanrækið lífsskoðun yðar og lífs-
feril, mun koma fyrir lítið þó þér heitið öllu fögru.”—
Iívaddi hann þá með rósemi konu sína og þrjá unga sonu,
lærisveina sína og þá, sem byrluðu og báru honum hana-