Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 15
89 sig augsýnilega litlu varða, líi's áframhald það, er nálega allir menn á öllum öldum hafa trúað eða kannast við, í einni eða annari mynd. Líklega er engin skmmsýni manna meiri en sú, er missir hér stjórnar á því, að við hérvist vora verður aukið öðru lífi, sem getur orðið auðugt af sælu, heilbrigði, kærleik og ástvina samhúð,—iíf, sem tekur við þegar mann- leg vísiruli hafa hrugðist og geta ekkert framar aðhafst. Mér skilst það sem óumræðilegastur fögnuður af öllu, að lifa hér og deyja i upprisuvon til æðra lífs með ástvinum vorum og endurlausnara—lausir við efa og andstreymi jarðarlífsins.— Svo eg ítreka og bið alla að hugfesta, að sönn gleði þessa lifs cr vonin um annað lif. Eða getið þér bent mér á aðra stærri sælu von? Hefir ekki líf, dauði og upprisa Jesú Krists fremur öllu öðru svalað sálarþorsta inanna, sefað sorgir þeirra og dregið úr ótta og þjáningum hinna deyjandi? Trúarbragðaþrátt þjóða og einstaklinga, deilur skrift- lærðra frá fornöld Gyðinga til vestur-íslenzkrar nútíðar, um punkta og ■ kommur kristindómsins, koma mér ekkert við, heilla sízt huga minn. Eins og eg leita svaladrykkjar er Hk- ama minn þvrstir,—leita jiess er svalar, er eg finn hollast, og eg veit hreinast, þannig leita eg hans, sem hreinustu svala- lind hefir gefið mönnunum fvrir andlega lífið. Eg get hvorki rannsakað fæðu mína né drykk minn vísindalega. En reynsla mín leiðbeinir mér. Eg get heldur ekki gert mér þekkingar- lega grein fyrir öllum leyndardómum andlegs lífs. En andleg reynsla er, þrátt fyrir það, elcki einskis virði. Hvar eru tak- mörk leyndardóma? Upprisa vorsins er leyndardómur,— sól jarðarinnar er Ieyndardómur, náttúruölfin, sem rafafl og þráðlaus samtöl, eru leyndardómar; sál mannsins er leyndardómur; móðurástin er leyndardómur, lífið og dauð- inn eiga óleysta leyndardóma,—kærleikslíf Krists er meiri leyndardómur en upprisa hans. Og hvað skilur ófætt eða óþroskað barnið af dýrð þessa lífs? Þó er það til. Og efalífið mitt og annara er mér sem harnsgrátur, harmur þess, er árangurslaust leitar, sár og harmsefni hið mesta, en engu að síður grátur óvitans—í þeim efnum. En þá her oss, börnunum, að gera sem vor kirkjulegi faðir, Lúter, er vinir hans héhlu honum lcyndum sem fanga í Wartburg, eftir Ágsborgarþingið, til að hjarga Hfi lians frá æði kaþólskra óvina hans. Um herbergis veggina, þar sem hann dvaldi í hinu forna virki og þýddi Guðs orð á tungu þjóðar sinnar, reit hann um alt: Hann lifir! Hvað

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.