Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 3
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og lcristindómi íslendinga. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi. XXXIX. árg. WINNIPEG, FBBltÚAR 1924. No. 2. Woodrow Wilson. Bandaríkja-forsetinn nýlátni, Woodrow Wilson, veröur met- inn því meir, sem lengra líður. Þegar mannkynið siðar meir fer aö ná þangaö meö tærnar, sem Wilson haföi hælana, fer þaö aö átta sig á því, hvert mikilmenni Wlilson var. Hugsjóna-mennirnir eru ávalt svo langa vegu á undan sam- tíð sinni. Og Wilson var hugsjóna-maöur. Sú var hans hugsjón hæst, er laut aö bræðralagi gjörvalls mannkynsins. Alþjóöa Bandalagiö var fegursti draumur hans. Eining allra Bandaríkja, var hugsjón Lincolns; eining allra heimsins þjóða, var hugsjón Wilsons. Hugsjón Lincolns varð veruleiki, eftir mikiö stríð; hugsjón Wilsons verður veruleiki, efti'r enn meira stríð. Einhvern tima fá þeir í áliti almennings að sitja samsíða í Hlíðskjálf, hugsjóna-forsetarnir báðir: Abraham Lincoln og Woodrow Wilson. Woodrow IWilson var prestssonur. Faðir hans var stór- merkur leiðtogi í Presbýtera-deild kirkjunnar. Woodrow Wil- son var fæddur 28. Des. 1856, í Staunton í Virginia. Ffá barn- æsku var hann alinn upp viö guðhræðslu og góð'a siði. Hann stundaði’ nám við kirkjulegar mentastofnanir. Námi lauk hann við Princeton háskóla, og þar varð hann síðar kennari og síðast skólastjóri. Alla daga var Wilson ákveðinn kirkjumaður og rækti trú sina af heilum huga. Guðal orð haföi hann ávalt um höncl á heimili sinu og iðkaði bænina daglega. Blaðamaður í Bandaríkjum, sem var Wilson handgenginn, segir svo frá, er

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.