Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1924, Side 5

Sameiningin - 01.02.1924, Side 5
35 íult traust til hans sjálfs. Kosninga-stríðið' hélt áfram, kosn- inga-dagurinn kom, og hinn ungi verkamanna-foringi beið ósig- ur- Það var þó enn verra, aS heilsan bilaSf ,og hann varS að halda kyrru fyrir. Aftur fær hann bréf frá sama ónefnda bréfritaranum, með hvatningar-orðum og trausts-yfirlýsingum. ÞaS varð honum til nuggunar og gleSi. Ekki leið á löngu, þar til Ramsay MacDon- ald komst aö því, hver hinn ókunni vinur var. Hún hét Mar- garet Ethel Gladstone, dóttir eins hins virðulegasta háskólakenn- ara og systurdótti’r Kelvin lávarös, hins fræga vísindamanns. Var hún eigi síðttr stórauö'ug/en stórættuS og hafði hlotið ágæt- ustu mentun. Eftir fyrstu viökynningu unnu þau hvort öðru hugástum; það var sem sálir þeirra hefðu þekst og elskast ávalt. Áriö 1896 giftust þau, vinnumannssonurinn fátæki og ung- frúin ríka og stórættaða. Alt, sem hún átti, gaf Margaret Glad- stone manni sínum: auð og upphefð, gáfur og lærdóm og þá ást og umhyggju, sem gaf honum sigur í hverri þraut. Um það sagði Ramsay MacDonald löngu seinna: “AS koma heim til hennar úr hríöum og stormum lífsins, var eins og aö koma í frið- sæla höfn, þar sem spegilfagurt hafið brosir mót sólu himinsins.” Þau hjónin voru samrýmd í anda. Bæð’i vildu öllu fórna fyrir hinar háleitu hugsjónir mannréttindanna. Heimi’li þeirra var miöstöð þeirra hugsjóna. Þangað söfnuðust menn úr öllum áttum með umbóta-hugsjónir sínar. Allir voru velkomnir, rikir og fátækir. Og á þessu fyrsta heimili MacDonalds-hjónanna ungu, tóku hugsjónir vorisns sér fasta stefnu. Frú MacDonald er lýst á þá leiö, að hún hafi verið friö kona og ástúðleg. Aldrei mátti hún aumt sjá, og ávalt var hún þar komin, sem einhver átti bágt. ÞaS var sem hún vildi breiða faSm mannúðarinnar móti öllum heiminum. Enda hafði það verið barátta MacDonalds fyrir bættum hag alþýðunnar, s-em fvrst vakti ást hennar. Henni hafði virst eldur brenna í augum hans og andi spámannanna vera yfir honum, þá hún hafði hlýtt á ræður hans og heyrt hann segja: “Eg sé í anda þá tíS, þá enginn maður þarf lengur að vera svangur og kaldur, og ástæð- urnar gera öllum unt að rétta úr sér og handtaka nokkuð af þeirri dýrS lífsins, sem þeir allir hafa fengið aS erfðum.” I fimtán ár nutu þau lífsins saman. Oftast bjuggu þau í

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.