Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 6
36
Lundúnum, en á sumrum fóru þau oft til Skotlands í átthaga
MacDonalds. MacDonald er Skoti í húð og hár. Börn áttu
þau fimm og höföu þau ávalt með sér. Voru þaö yndislegi'r
hvíldardagar, og þá jafnaðarlega skemt sér úti á grænum grund-
um og við fiskisæl vatnsfljót. Á kvöldin sat MacDonald við
latínu-stíl og beygingar latneskra sagna, með konuna sína fyrir
kennara.
Langferðir fóru þau hjónin margar á þessum árum, til Can-
ada, Bandaríkja, Suður-Afríku og Indlands, og um alt megin-
land Evrópu.aftur og aftur. Var það eigi síður til fróðleiks en
skemtunar, að farnar voru ferðir þessar, enda er sagt, að fáir
stjórnarformenn !Breta hafi haft til brunns að bera jafn-mikla
þekkingu á þjóðum heimsins og Ramsay MacDonald.
Þetta voru sólskinsárin í ilífi MacDonalds, en milli þeirra og
ríkisstjórnar á Bretlandi lá langur og dimmur dalur.
Árið 1911 misti; MacDonald konu sína. Það ár rnisti hann
einnig yngstu dóttur sína og móður sína, sem hann unni heitt.
Þá varð um hrið lífið honum óbærilegt. Hann tók sig út úr
heiminum og hafðist við í Lossiemouth á Skotlandi. þar sem
æskustöðvar hans höfðu verið. En er frá leiö, kastaði hann sér
á ný út í stjórnmála-flóöið, enda var ekki stórviðburðanna langt
að bíða. Stríðið s'kall á 1914. MacDonald var einn þeirra fáu,
sem barðist fyrir því, að Bretar stæðu hjá. Varð hann fyrir því
fyrir mikilli óvild. En aldrei misti hann virðingu jafnve'l skæð-
ustu andstæðinga. Lloyd George hefir ávalt þótt mikið koma til
MacDonalds, og fórust honum orð á þessa leið : “MacDonald
er einhver bezti vinurinn, sem eg á. Hvort sem hann er með
stríðinu eða móti þvi, skal aldrei eitt orð fara út af mínum vör-
um móti honum.”
Ramsay MacDonald er maður mjög bókhneigöur og ann
skáldskap og listum. Ávalt fer hann með börnum sinum um
jólaleytið til átthaganna á Skotlandi, og les þá jafnan upphátt
fyrir ]jau sögur Walter Scotts. Kunningi hans segir, að hann
kunni Burns utanbókar, aftur á bak og áfram. Hann er vel að
sér i tungumálum og bókmentum fornum og nýjum. Trú-
hneigður rnaður er hann og hefir jafnmiklar mætur á prédikun-
um John Knox eins og gamlir íslendingar á húslestrum Vídalíns.
Enda hafði hann ætlað sér það, er hann hafði heðið ósigur við
kosningar 1918, að setjast i helgan stein og gefa sig við því einu,
að ri'ta æfisögu þess hetjule’ga skozka kirkjuföður.