Sameiningin - 01.02.1924, Side 7
37
En þjóðin og heimurinn þörfnuðust hans. Eins og þegar
Öldungaráöið i Róm sendi út í sveit og bað bóndann Cincinnatus
korna og taka við stjórnartaumunum, ■— svo var nú sent eftir
Ramsay .MacDoald.
B. B. J.
---------o—-----
A History of Iceland,
by Knnt Gjersct, MacMillan Co., New York, 1924.
Saga íslands á ensku, eftir prófessor Knut Gjerset, dr. phil.,
er nýkomin út. AS þvi er oss viðkemur, íslendingum í Vestur-
heimi, hefir enginn bókmentalegur viöburður merkari verið.
Höfundur þessarar Islands-sögu er Norðmaöur aS ætt,
kennari viS Lutber College í Deoorah í Bandaríkjum, sagn-
fræSingur í fyrstu röS og mætur maSur í hvivetna. Hefir hann
áður ritað sögu NorSmanna á ensku, og þykir þaS hin metkasta
bók.
Saga Islands,. þessi hin nýja, er stór Sbók, 482 bls. í stóru
broti. Er þar íslands saga sögS frá því er landiS fanst og fram
til síSustu ára, aS viðbættum þætti um landnám Islendinga í
Vesturheimi.
1 formála bókarinnar þakkai; höf. próf. Halldóri Hermanns-
syni viS Comell háskóla fyrir ágæta aSstoð, sömuleiSis séra Rún-
ólfi Marteinssyni i Winnipeg fyrir nytsamar leiSbeiningar. Hann
getur þess og, aS séra Hans B. Thorgrimsen í Grand Eorks hafi
lesiS handritiS' og leiSfceint sér á marga vegu. Um þaS er þó
“Samemingunni” kunnugt, að séra H. B. Thorgrimsen hefir ekki
lesiS handritiS á síSasta kaflanum, sögu Vestur-íslendinga, enda
ber kaflinn þaS sjálfur meS sér.
Urn gildi bókarinnar erum vér ekki bærir aS dæma frá sjón-
armiSi sagnfræSilegra vísinda, en eftir þeirri þekkingu og því
viti, sem vér höfum, getum vér ekki annað sagt, en aS oss virSist
ver.kiS frábærlega vel af hendi leyst. Eyrst ber þaS aS meta,
hversu yfirgripsmikil sagan er , svo engu verulegu er slept frá
upphafi vega til þessa dags. Yfirleitt virSist höf. skilja íslenzka
þjóS og kjör hennar alveg rétt. Hann segir látlaust frá, forðast
mærS og mælgi, og ritar einkar Ijóst og skipulega.
ViS fljótlegan'lestur bókarinnar fanst oss hvað mest variS
i kaflana um Sturlunga-tíSina og um bókmentirnar fornu.