Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 8

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 8
38 Ættar-f'lækjur Sturlunganna og innri hvatir höfðingjanna á þeirri tíS verSa furðu ljósar hjá höf. Aðstaöa þjóðhöföingjanna norsku verður og sérlega skír. Stendur höf. þar vel að vígi, svo vel sem hann er aö sér í sögu Norðmanna og “nýlendu- pólitík” þeirra á þeim dögum. Enda fær maður aö lita inn í hugskot Ólafanna beggja, Hákonar Hákonarsonar og Skúla jarls, svo og kirkjuhöfðingjanna norsku. Viröir höf. mikils “stjórn- kænsku” Snorra Sturlusonar í viðureign hans við þjóðhöfðingj- ana norsku og ætlar honum þar alls ekki eigingjarnar hvatir neitt sinn. Ekki verður sagt,, að höf. dragi taum Norðmanna. Mann furðar það, hve miklu valdi höf. hefi'r tekið flókna og fjölbreytilega hætti hins forna kveðskapar _og skýrt þá vel á annari tungu. Vandvirkni höf. er þar augljós. Stjórnarfars-saga íslands á áratugunum síðustu er all-itar- lega sögð og frá sjálfstæðis-baráttunni sagt með mikilli samúð. Getið er þeirra manna, er þar áttu mestan hlut að máli, bæði lif- andi og ný-látinna. Er hætt við, að þar kunni að verða einhver skoðanamunur, efti’r aðstöðu manna við flokkana og foringjana, en óhlutdræg virðist frásögnin. Sama má segja um bókment- irnar nýju. Ef til vill er ágripið af sögu íslendinga hér í Vesturheiini ófullkomnasti þáttur bókarinnar. Farið er þar helzti flj-ótt yfir sögu og smávillur er þar að finna. Ártöl eru ekki' öll rétt, er skýrt er frá tímaritunum. Ekki er það' heldur rétt, að sá, er tók við forseta-embætti í Kirkjufélaginu af dr. Jóni Bjarnasyni, hafi tekið við því að honum látnum, 1914, heldur urðu forseta-skiftin 1908, þá er dr. J. Bj. baðst undan endurkosningu. Ekki er það heldur rétt, að gamla lúterska kirkjan i Winnipeg færist í eldi árið 1904 og því hafi önnur verið reist það sama ár. Engri átt nær það, að fslendingar séu um 6,000 í Winnipeg. Höf. telur um 20,000 fsl. í Ameríku, og mun það rétt vera. í Winnipeg eru ís- lendingar ekki stórt yfir 2,000. — En Þetta eru smámunir einir. Hitt varðar meiru, að lítið sem ekki er vikið að viðleitni Vestur- íslendinga í bókmenta áttina. Hefði þó þess mátt geta, að eitt þjóðskáld hafa þeir lagt til, þar sem er Stephan G. Stephansson. Og fyrst minst var nokkurra þeirra, er hélzt hafa rutt sér braut til frama hérlendis, hefði ekki mátt gleyma dómurunum syðra, Árna Gí'slasyni og Sveinbirni Johnson, og ekki háskólakennurun- um bæði í Canada og Bandaríkjum.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.