Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1924, Side 11

Sameiningin - 01.02.1924, Side 11
41 hefði einkennilega hugmynd um sjálfan sig. Honum fanst jafnvel, aö hann vera svo vitur og góður, að hann væri í raun og veru konungur Gyðinganna, eins og hann setti í yfirskrift- ina yfir krossinum hans. — En Gyingahöfðingjarnir, og margt af fólkinu, sem þeir höfðu æst upp á mót Jesú, heimtuðu, að hann yrðf krossfestur. Dómarinn, Pilatus, vissi, að Jesús var góður maður, og vildi gjarnan sleppa við' að dæma hann til kross- festi'ngar; en hann var heigull, vesalingur, sem vildi helzt vera hlutlaus gagnvart Jesú, og þegar hann afræður loks að kross- festa Jesúm, reynir hann að skella ábyrgðinni á aðra. Hann þvær hendur sínar og segir: “Sýkn er eg af blóði þessa rétt- Iáta manns; þér verðið að sjá fyrir því.” Foringjarnir og fólk- ið svarar: “Ivomi blóð hans yfir oss og börn vor.” Og þá framseldi Pilatus hann til krossfestingar. Við erum dómarar Jesú. Eigum við að skoða hann góð- an mann, réttlátan manti, eins og Pilatus, en dæma hann svo til krossfestingar? Það er sífelt verið að: segja við okkur, hvern og einn: Krossfestu hann, krossfestu hann! Það er beitt allri hugsanlegri málafærslu, allri hugsanlegri slægð, til þess að fá dómarann—sem er almenningur—, til þess að krossfesta Jes- úm, fá menn til þess að afneita guðdómi hans. 1— Hann er að visu ekki leiddur til dóms sem óbótamaður, en hann er samt leiddur fyrir dóm fyrir hið sama og hann var dæmdur fyrir endur fyrir löngu á Gyðingalandi, það: að hann sagðist vera Guðs son. Nú eigum við að dæma að hann sé ekki Gnffs son. Eg segi ekki, að það sé gert í illum tilgangi að reyna að fá Jes- um dæmdan þannig, að hann sé ekki Guðs son. — Farísearnir og hinir skriftlærðú héldu, að þeir væru að vinna Guði' þægt verk að láta krossfesta þann, sem færi með það guðlast, að segja að hann væri Guðs son; — en þeir gerðu rangt engu að siður. Eg býst við aö þeir, sem nú vilja fá menn til þess að afneita guðdómi Jesú, geri það vegna þess, að þeir álíti að þeir séu að gera gott verk. En það breytir ekki þeint sannleika, að þeir eru að veikja trú á Jesúm og orð hans. Hversu margir eru það ekki, sem fyrir orð þessara ntanna hafa krossfest Jes- úm: hafa horfið' frá trú á hann, hafa glevmt honum og orðum hans, og hafa ekkert skeytt að hafa Guðs orð um hönd eða að kenna börnum sínum kristindóm, og hafa jafnvel gerst fjandmenn kirkjunnar. Berið það undir samvisku ykkar, hvort það sé ekki satt, að þessi hafi orðið áhrifin af starfsemi þeirra, sem véfengja guðdónt Jesú Krists. Eg býst við, að hér sé eng- inn inni, sem ekki hafi verið freistað til bess að krossfesta Jesúm á þennan hátt. Eg segi fyrir mitt leyti, að mín hefir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.