Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 19

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 19
49 að Satan hugsi hátt. Þegar hann vildf fá meistarann svikinn fyrir fé, þá fór hann til gjaldkerans í hópnum; þegar hann vildi fá meistaranum afneitaði, þá fór hann til lei'ötogans meðal post- ulanna. Þegar hann vildi láta kalla niður eld af himní yfir Samverjana, sem úthýst höföu lærisveinunum, þá fór hann til Jóhannesar, sem var hjartfólgnastur syni GuSs. Englarnir féllu, og þaí á himnum. Adam féll i Paradís. HugsiS um þaS. Við getum líkt lífi kristins manns viS fjórar nætutVökur. Einhver hefir sagt, aS mönnum sé hættast viS falli um aðra og þriSju vökuna. Á fyrstu vökunni, þegar hann byrjar, segir hann „Eg verS1 að hafa gát á mér; eg er veikur fyrir“. Hann veit um veikleika sinn, hefir augun á meistaranum og leitar styrks hjá honum daglega og oft á dag svo aS honum er ekki hætt viS falli. Á annari og þriSju vöku fer hann aö finna til manndóms sins, og segir: „Nú er eg sterkur; nú get eg staðiö.“ Hann fer aö treysta holdinu, og þá kemur voðinn, og hann fellur. f’egar kemur fram í f jórðu vöku, þá er hann á heimíeið: heimurinn færist fjær. Nú finnur hann, hvie veikt holdið er, því þaS hefir brugöist honum svo oft, og nú hefir hann gát á sér aftur. Hon- um er ekki eins hætt viS falli, eins og á annari og þriöju vök- unni, og þó hverfur hættan aldrei algjörlega, Svo er annað um freistingarnar. Okkur finst oft, eins og okkar eigin freisting sé alveg óvanaleg og sérstök. Alls ekki. Þær eru allar almenns eðlis. HeyriS, hvað Páll skrifaði söfn- uðinum í Korintu: “Yfir yður'hefir ekki komið nema mann- leg freisting; en GuS< er trúr, sem ekki mun leyfa aS þér freist- ist urn megn fram; heldur mun hann ásamt freistingunni einn- ig sjá um, aS þér fáiS komist út úr hienni og fáið staSist.” AíuniS eftir þessu. Freistingarnar, sem viö verðum fyrir, þú og eg, eru mannlegar, almennar. Allir menn, sem fóru á und an okkur voru freistaðir af hinu sama, bó kannske hafi veriS meö nokkuS ööru móti. Mennirnir hafa alt af þurft að búa viS sömu öfundina, stoltið, ágirndina, heimskuna og nautnafýsnina eins og þú og eg. Freistingarnar, sem nú á dögum ásækja okkur, birtast í fjórum myndum sérstaklega. Fyrst er leikhúsiö. Þú segir, „fólkiS mitt fer þangað“. Getur veriS. FólkiS þitt gerir sjálfsagt það, og margt annaS. En freistingin er sú sama. Eg veit ekki af nokkru því leikhúsi, alt frá Maine til Cali- fornia. aS ekki sé vínsölukrá á næstu grösum. Hvi er knæpan þar? í leikhúsin sækja fallnar konur og þeim gengur ekkert gott til.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.