Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 29

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 29
59 á ný deild fvrir unga .fólkitS í Sameining-unini, og að hann setji sig í samband viö ungmennafélögin og fái hjá þeim eftir megni ritgeröir í þá deild. Brevtingartilagan var samþykt. Þá var kosin nefnd sú, er samþykt ihaföi verið að kjósa til þess aS sjá um undirbi.ning ungmenna-þings að ári, og hlutu þessi kosn- ingu: Mrs. Tngibjörg J. Ólafsson, Miss D. Benson, J. B. Johnson, Hálfdán Thorláksson og E. Baldwinson. í fundarlok voru þessar tillögur samþyktar: Fundurinn sendir séra Haraldi Sigmar hugheila JkveSju, þakkar honum fyrir hiS mikla verk, er hann hefir á sig lagt viö undirbún- ing fundarins, og árnar honum blessunar Drottins í starfi hans. Fundurinn þakkar fundarstjóra ágæta fundarstjórn, og nefndinni undirbúning fundarins. Fundurinn þakkar Bandalagi Fyrsta Iúterska safnaSar ágætar viötökur. Fundurinn þakkar skólastjóra Jóns Bjarnasonar skóla heimboS- iS og árnar skólanum blessunar Drottins. AS endingu ávarpaSi fundarstjóri erindrekana nokkrum orSum. Var svo fundi slitiS meö bænagjörS og sálmasöng kl 6 e.h. AS kvöldi sama dags, kl. 8.30, var skemtifundur haldinn í kirkj- unni, er Bandalög Fyrsta lút. safnaSar og Selkirk safnaSar stóSu fyrir. Voru þar komnir margir úr Bandalagi Selkirk safnaSar. Fyrst var skemt meS organspili, söng, ræSum og framsögnum, og síöan bornar fram veitingar í samkomusal kirkjunnar. Eftir þaS skemtu menn sér viS samtal, söng og ýmiskonar leiki. Sunnudagsskóla-lexíur. Deild þessa annast séra G. Guttormsson. 33. Le.vía: Glataði sonurinn—Lúk. 15, 11—32. MINNIST.: Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, sz'o að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglœtv—l. Jóh. 1, 9. Frelsaranum jukust aftur vinsældir austur í Pereu. “Mik- ill fjöldi fólks var honum samferöa”, segir Lúkas. Bvgöarfólk, aö sjálfsögöu, og svo helgifarar, sem voru á leiöinni til páska- haldsins í Jerúsalem. Fylgi þaö var naumast af réttum rótum runniS : mun þar hafa ráöiö mestu forvitni, byltingahugur og augnabliks-aödáun. FólkiS skorti réttan skilning á lærisveins- stööunni. Flutti því Jesús ræSu fyrir mannfjöldanum, til þess aö gjöra öllum mönnum ljóst, livaS þaö er, sem hann ætlast til af lærisveinum sínum. Hann hefir ekki kallaö okkur í gaman- leilc eöa skemtiför; heldur til iSrunar og afturhvarfs, til sjálfs- afneitunar, til starfs og atorku, og jafnvel krossburöar og þrenginga. OkiS hans er aS sönnu indælt og byröin hans létt,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.