Sameiningin - 01.07.1925, Síða 7
197
lendu þjóðlífi heldur en froða, sem öldurnar kasta upp á strönd-
ina og óðar hjaðnar. Það er vitur maður, sem þekkir vel eykta-
mörk lífs síns. Eins er farið þjóðflokkunum.
“Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim,
eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim.”
Ef til vill er mest lífsspeki a því falin, að kunna að taka
breytingum, — breytast með lifsskilyrðunum, sem fyrir hendi
eru. Emerson hefir sagt, að þeir einir, sem aldrei breytast, séu
fíflin. Að kunna að breytast sjálfur og samlaga sig breyttum
lífskjörum og þroskast við breytinguna, er list lífsins á hæstu
stigi. Þar til heyrir það, að kjarni lifsins haldi sér, að sjálf
sálin lifi, þó íbúð og umhverfi breytist. Það varðar minstu um
fötin manns; fatasniðið er æ að breytast. Sá er lítill atorku-
maður, sem ekki slítur klæðum sínum mörgum sinnum á æfinni.
En sá er mætur maíSur, sem varðveitir sál sína og sjálfstæði,
hversu oft sem hann þarf að hafa fataskifti. Fastheldni við
fötin ein og klæðasnið er hégómi, en trúmenska við sjálfs sín
sál er æðsta dygðin. Sem þjóðflokkur erum við háðir margs-
konar ibreytingum. Siðvenjur breytast, lifnaðarhættir breytast,
atvinna breytist, lífskjörin breytast, hugarfarið breytist, tungu-
málið breytist, en hin sanna þjóðarsál glatast eklci að heldur.
Sál okkar ber okkur að varðveita á hverju sem gengur, og
svo hún lifi, þarf hún að vera i sífeldu samfélagi við Guð. Taug-
ina milli fortíðar og framtíðar megum við ekki slíta. En sízt
af öllu megum við slíta “þráðinn að ofan”. Því traustari sem
við gjörum þá taug, er samtengir oss guðdóminum, því hæfari
verðum við til þess að lifa og láta gott af okkur leiða.
“Á hverri árs- of æfi-tíð
er alt að breytast fyr og síð;
þó breytist alt, þó einn er jafn,
um eilífð ber hann Jesú nafn.”
Þessi minningardagur íslenzku guðsþjónustunnar fyrstu í
Vesturheimi, á að kenna okkur að halda fast við þaS hið eina,
sem aldrei breytist, og sækja fram til nýrrar tíðar starfs og
þroska í Jesú nafni.
-B. B. J.