Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Síða 14

Sameiningin - 01.07.1925, Síða 14
204 allan ókominn aldur, eitthvað í hendur, helgidóm, sem mikils er um vert. Þessi helgidómur er kirkjan sjálf. HjartaS í henni er guö- dómur Jesú Krists og friöþæging hans. Glatist hjartaö, má vel vera, aö ýmislegt gott megi um oss segja, en vér erum þá ekki lengur kirkja, ekki þaö ríki, sem Jesús kristur stofnaði. Mér skilst, að alt lífið sé einhverju skilyrði háð. Baldursbrá er fagurt blóm, en það er ekki lilja. Hesturinn er sterkt dýr, en hann er ekki ljón. Fiskurinn syndir vel, en hann er ekki fugl. Sérhver flokkun lífsins er skilyrðum háð. Þetta er einnig tilfellið með mannlífið. Trésmiðurinn smíðar vel, en það er ekki víst, að hann sé góður veiðimaður. Læknirinn er snillingur við uppskurði, en það er ekki víst, að hann sé lista söngmaður. Sérhver einasta flokkun meðal alls hins lífræna, sem til er á jörðinni, og einnig meðal hins ólífræna, er skilyrðum bundið. Skyldi kirkjan ein, meðal allrar flokkunar jarðarinnar, vera engum skilyrðum háð? H'itt get eg skilið, að menn geti deilt um það, hver skilyrðin eigi að vera. Fjöldi manna vill skapa kirkjuna algjörlega, hver fyrir sig, eftir sínu höfði. Mér sýnist, að hinn guðdómlegi höfund- ur hennar ætti að hafa nokkuð um það að segja, hvernig hún skuli vera. Mér er ekki unt að trúa á Krist og hafna þeim skilyrðum. sem hann sjálfur hefir sett viðvíkjandi kirkjunni. Hver maður, sem gengur að þessum skilyrðum í fullri alvöru, hlýtur að vera stríðsmaður. Striðið er fólgið, ekki einungis í því, að varðveita helgidóminn innan kirkjunnar, heldur einnig í þvi, að láta hann ná til þeirra, sem fyrir utan eru, aldrei missa sjónar á því takmarki, að láta allan mannheiminn verða Guðs ríki. Kristinn maður er enn fremur stríðsmaður í því, að hann á í höggi við ó- vini, en þeir eru stærilát mótstríð hugsun, dauðinn og djöfullinn. Með hinu fyrst-nefnda á eg við það, sem vanalega er kallað van- trú; með dauðanum áhugaleysið, og djöfullinn er bæði höfundur og tákn alls hins óhreina í breytni manna. Segir þá Jesús Kristur, að þetta stríð sé laust við alla erfið- leika? Hvernig væri því stríði háttað? Stríð án erfiðleika hefir aldrei verið til og engum okkar hugsast, að slíkt geti nokkurn tíma verið til. Auk þess höfum vér bein orð frá Jesú Kristi sjálfum um þetta mál. “Mannsins sonur er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.” (Mark. 10, 45). “Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér; því að hver, sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því; en hver, sem týnir lífi sínu vegna mín og tagnaðar- erindisins, mun bjarga því” (Mark. 8, 34-5J.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.