Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 12
202
Þar sem garðurinn er lœgstur.
Eftir séra Rúnólf Marteinsson.
('Framh.j
Auðveldast heföi veriS, að forSast alt þetta ómak, striS, fjár-
útlát og margvíslega þreytu, lofa þeim ah vera íslenzkir, sem þat)
vildu ööru fremur, amast við engum, sem vildi helzt troöa feöra-
arfinn undir fótum, lofa öðrum að taka oss í söfnuði og kirkjufé-
lög, ef menn annars kærðu sig nokkuð um það, vera ekki aö leggja
á oss þá byrði, að kenna börnum vorum kristindóm eða íslenzku,
sízt af öllu að stofna til gamalmennaheimilis, skóla eða heiðingja-
trúboðs. Á þessu sviði hefði garðurinn verið lægstur, þar sem ó-
mennin hafa alla-jafna leitað yfirferðar.
Þrátt fyrir ódugnað og skammsýni hefir kirkjufélagið ekki
ritað á skjöld sinn “ávalt að víkja”. Þótt margar hafi verið mis-
fellurnar á því að framkvæma góð áform, hefir það þó að minsta
kosti ekki viljandi neitað að bera kross skyldunnar. Við þetta má
bæta því, að fjöldi manna og kvenna i hópi vorum, hefir gefið hin
fegurstu dsemi einlægni og fórnfýsi síðan vér hófum starfið. Vér
höfum viljað segja:
“Andinn þeirra, er ísiand námu,
okkar hvetji lýð.”
Hversu sem sá andi kann að hafa verið gallaður, er hann i al-
gjörðri mótsetningu við þann anda, sem ætíð vill ráðast á garðinn
þar, sem hann er lægstur. Vér höfum heldur ekki viljað slíta sam-
hengi við hann, sem var fjarlægastur allra þeirra manna, er á jörð-
inni hafa lifað, þvi dáðleysi, að fljóta sofandi að feigðarósi.
Þannig er hin litla saga vor, hlekkur liðna tímans.
Hvernig er þá hlekkur nútímans?
Erum vér nú farnir að láta undan síga? Erum vér farnir að
slaka á klónni ? Erum vér farnir að velja auðveldustu brautirnar?
Erum vér hættir að “feta feðra vorra feril út á mar?” Erum vér
að yfirgefa fórnarbrautina og hverfa inn á makinda leiðina?
Mér er ekki grunlaust, að sumir yðar, tilheyrendur mínir, bætið
við einni spurningunni enn? Getur ekki alt þetta verið rétt? Eða,
þarf ekki meira hugrekki til þess að yfirgefa fornu atkerin og
stefna Ieiðsagnarlaust út á mar hugsananna, heldur en að bíða ró-
legur í gömlum tengslum?
Að því leyti er eg samþykkur nýmælamönnunum, að eg tel
það skilyrði andlegs lífs, að sérhver kynslóð hugsi ráðgátur trúar-
bragðanna frá rótum, eins og þær hefðu aldrei • verið hugsaðar
áður. Með því einu móti getur mannkynið varist steingjörfings-
álögum vanans.