Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1925, Side 18

Sameiningin - 01.07.1925, Side 18
208 svara, og er hún víst mergurinn málsins í öllum aöfinslum: hver er þörfin? Eitt er þa$, sem ætti aö vera eölishvöt allra foreldra, þaö, aö gefa börnum sínum þaö bezta, sem þau sjálf eiga. Mönnunum er gefið þaö, að athuga og læra, jafnvel af þeim, sem eru lægra settir í stiga lífsins, en þeir sjálfir. Menn geta í þessu efni ýmislegt lært af dýrunum og hafa líka gjört það. . Dýralífið á aðdáanlegar myndir af því, hvernig annast er um lifið unga: hæn- an með ungana sína, bjarninnan með húnana sína. Ekki að eins sést þar sú móðurást, sem auðsýnir lífsafkvæmi sínu blíðu, heldur einnig sú, sem fórnar sér með sársauka til að straffa það, þegar þess gjörist þörf, hvorttveggja í þeim tilgangi, að búa það sem bezt undir lífið. í dýraheiminum er þetta alt gjört rétt. Þar er lítil hætta á slæmu uppeldi. Því sem nær alt er það eðlishvöt, sem þar ræður, og hún vísar ekki skakt; en svo er þar heldur ekki um framför að ræða. Ein kynslóðin er annari lík, og lifið er í sífeld- um hringjum, en hringirnir allir eins. Þvi er öðruvísi farið með mennina. Eðlishvöt ræður þar nokkru; að röksemdaleiðslan verður oft skökk. Yfirburðir skynseminnar eru samt svo afarmiklir, að vér vildum með engu móti missa hana, þrátt fyrir þennan galla. Vér kunnum því að hagnýta oss þetta, sem dýrin sýna svo vel: fæðu og uppeldi. Það er eins ástatt með íslenzka foreldra, eins og alla aðra for- eldra: þeir leitast við að gefa börnum sínum það bezta, sem þeir eiga. Þetta er að minsta kosti það lögmál, sem á að ráða; en mis- fellur verða á þessu eins og öllu meðal mannanna. ForeldraTnir vanrækja stundum helgustu skyldur lífsins, þær, að búa afkvæmin vel undir lífið. Þá skortir þekkingu, lag, vilja, tíma og stundum fleira. Það verður því að hjálpa þeim. Hjálpin kemur úr ýmsum áttum. Ríkið hjálpar með verald- legum skólum. Stundum tekur það jafnvel í taumana, til að aga börnin. Kirkjan hjálpar með sunnudagsskólum og annari barna- uppfræðslu. Bæði kirkjan og ríkið leggja til marga sérfræðinga, sem rannsaka hinar mörgu og erfiðu hliðar þessa máls í þeim til- gangi, að skilja það sem bezt er og veita foreldrunum alla þá að- stoð, sem unt er að láta í té. Þar að auki eru margir menn, sem hvorki eru kosnir né launaðir embættismenn ríkis eða kirkju, sem þó leggja stund á rannsóknir, sem varpa ljósi á erfiðleika þessa máls. Heilsufræðingar hafa rannsakað alt, sem mönnunum hefir hugkvæmst að þyrfti til líkamsþroska. Sálarfræðin er miklu skemmra á veg komin, enda margfalt erfiðari viðfangs. Hvað sem þyí líður, hvort sem vér erum komnir skamt á veg eða langt í því að ráða gátur uppeldismálanna, hvort sem foreldr- unum veitist rnikil eða lítil hjálp frá sérfræðingunum, eru hinir stóru drættir málsins þessir: Guð hefir gróðursett það sem órjúfanlegt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.