Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 10
200
fræði, sem slíka skóla á sem Yale og Harvard, Cornell og Col-
umbia, Princeton og John Hopkins, og ótal aSra í fremstu röö.
nn þaS er nú svona í Bandaríkjum, aS þjóSin er svo frjáls
lynd, aS hún leyfir hverju sérstöku ríki aS ráSa sér sjálft að
mestu leyti. VerSi því einhverju ríkinu eitthvaS á í sérmálum
sínum, þá ber þaS eitt ábyrgS á því. Nú var þaS á síðasta þingi
hornstrendinganna suSur þar í Tennessee, aS þeir tóku sig til
og sömdu lög um þaS, aS í skólum ríkisins mætti ekki kenna það
sem vísindaleg fræði, sem kallaS er breytiþróun, eSa evolution.
Er þaS sú hin vísindalega tilgáta—um uppruna mannkynsins,—
sem flestir vísindamenn nú taka mest tillit til, þó enginn telji
fullsannaSa. í flestum skólum er eitthvaS kent í þeim fræSum.
FormaSur eins kirkjuskólans lú-terska í Bandaríkjum var ný-
lega aS því spurSur, hver aSstaða þeirra þar i skólanum væri viS
.framþróunar-kennlinguna þevolutionj. Skóíastjóriinn þlúbersk-
ur prestur í norsku kirkjunni) svaraði: “Vér viSurkennum hana
sem sennilega tilgátu” þwe accept it as a working hypothesis.)
En þingmennirnir í Tennessee litu á máliS nokkuS á annan
veg. Þeir töldu kenningu þessa mótsögn viS sköpunarsögu
ritnirigarinnar og lögSu viS sekt og fangelsi, ef nokkur maSur
hreyfSi þeirri kenningu í skólum þeim, er kostaSir væru af ríkis-
íé. Ungur maSur, John Scopes aS nafni, kennari i einum miS-
skóla ríkisins, neitaSi þegar aS hlýSa lögum þessum og fór ekki
dult meS þaS. Var þá sakamál höfSaS gegn honum, og fór þá
alt í bál og brand. Safnaðist þá til Dayton, þar sem rannsaka
átti málið, heill skari lögvitringa til þess aS sækja máliS og verja.
Voru trúarbrögSin dregin inn i máliS ófyrirsynju og úr því varS
trúarbragða-stríS, — eitthvert hiS ömurlegasta, sem sögur fara
af. William Jennings Bryan stýrSi málsókninni, en til varnar
var beitt fyrir Clarence Darrow, glæpamála-lögfræðingnum al-
kunna, sem sjálfur telur sig trúlausan mann, segist hvorki trúa á
GuS né annaS líf.
Fyrir réttinum meSgekk Mr. Scopes, aS hann hefSi brotiS
lögin,, og var hann fundinn sekur og dæmdur í 500 dollara sekt.
Varð þetta aS samkomulagi með lögfræSingum beggja megin og
var komiS sér saman um aS áfrýja málinu beint til hæstaréttar
Bandaríkja, aS hann skeri úr því, hvort lögin sjálf sé réttmæt,
eSa hvort þau komi í ibág viS stjórnarskrá ríkjasambandsins.
Eengra er máliS ekki komið. ÞaS hefir vakið afar-mikla eftir-
tekt og er meira um þaS rætt í blöSum og tímaritum, en nokkuS
annaS, sem komiS hefir fyrir í mörg ár.
—B.B. J.