Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 22
212
‘'Svo áfram þá hið þyrnum stráða skeið, sem þú gekst fyrst.”
Sá andi, sem andar í þessu ljóðbroti, andar í sérhverjum kristn-
um manni, því hann er andi Jesú Krists.
Þetta er eina leiðin.
Á þessum tímum er mikið talað um anda Jesú Krists. Þann
stimpil setja menn oft á sitt eigið hyggjuvit. Það er til þess að gefa
því gildi í augum almennings. Guð forði mér frá að rangfæra orð
eða anda hans. Ef þér, tilheyrendur mínir, eruð í vafa um að eg
túlki rétt þetta mál, vil eg biðja yður að lesa alt það sem Jesús,
samkvæmt guðspjöllunum, segir.
Áður hefi eg tilfært orð frá honum, sem sannfæra mig um að
eg sé að fara með sannleikann. í fullu samræmi finst mér það einn-
ig við alt líf Jesú og enn fremur í nákvæmu samræmi við kenningu
postulanna, eins og þessi orð Páls sýna fll. Kor. 6, 4-10):
‘‘En í öllu mælum vér fram með sjálfum oss, eins og þjónar
Guðs, með miklu þolgæði í þrengingum, í nauðum, í angist, undir
höggum, i fangelsi, í upphlaupum, í erfiði, í vökum, í föstum, með
grandvarleik, með þekkingu, með langlyndi, með góðvild, með heil-
ögum anda, með falslausum kærleika, með sannleiksorði, með krafti
Guðs, með vopnum réttlætisins, til sóknar og varnar, í heiðri og van-
heiðri, í lasti og lofi, eins og afvegaleiðendur, en þó sannorðir, eins
og óþektir, en þó alþektir, eins og komnir í dauðann og samt lifum
vér, eins og tyftaðir, og þó ekki deyddir, eins og hryggir, en þó á-
valt glaðir, eins og fátækir, en auðgum þó marga, eins og öreigar,
en eigum þó alt.”
Þetta er þröngi vegurinn, fjallgatan, fórnarleiðin; þetta er að
,týna lífi sínu til þess að finna það. Þessi vegur er Jesús Kristur
sjálfur. á honum finnur þú gæfuna, sigurinn, himnaríki.
Hin stefnan, að forðast alt, sem erfitt er, fara á bug við alt,
sem hætta er á að skerði vinsældir, ráðast ávalt á garðinn, þar sem
hann er lægstur, er sýkt og sýkjandi, hála svellið fyrir einstakling-
inn og breiði vegurinn fyrir kirlcjufélagið. Plún er banvænt eitur
í meðferð kristindómsmálanna. Hún er hættan mesta í sambandi
við uppeldi ungu kynslóðarinnar. Orka hefir aldrei skapast af
iðjuleysi, né siðferðisþrek af agaleysi. Enginn maður hefir nokk-
urn tíma fylgt Kristi, sem ekki afneitaði sjálfum sér og tók upp
krossinn. Þess vegna er sú stefna, að ráðast ávalt á garðinn þar
sem hann er lægstur, þveröfug við anda hins guðdómlega frelsara og
meistara vors.
“Áfram því með dug og dáð ,
Drottins studdir ást og náð.
Sé hann með oss, ekkert er
óttalegt: þá sigrum vér.”
Ekki kunnum vér betur að biðja í þessu sambandi, en að Jesús