Sameiningin - 01.07.1925, Side 31
221
ræSu og séra Hjörur J. Leó langt erindi. TöluSu bátSir um eigin-
leika þeirra hjóna og blessunarríkt starf þeirra. Þau frú SigriSur
Hall og hr. Páil Bardal sungu milli ræSa. Forseti kirkjufélagsins,
séra K. K. Ólafsson, flutti silfurbrúöhjónunum ávarp og afhenti
þeim á silfurdiski eitt þúsund dollara bankaseöil. Var sú gjöf frá
skólaráöi Jóns Bjarnasonar skóla, svo og ættingjum og vinum
hjónanna, ekki einungis þeirra, er í borginni búa, heldur og all-
nokkrum úr öörum bygöum. Þökkuðu þau hjón gjöfina og ástúð-
ina með völdum orðum, og flutti séra Rúnólfur kraftmikið erindi um
aðal-áhugamál sitt, skólann. Lauk samkomunni í kirkjunni með
sálmasöng, en þar á eftir var gengið að veizluborðum í fundarsal
kirkjunnar. Höfðu safnaðarkonur tilreitt þau borð með alkunnri
risnu sinni. Voru allir samhuga 'um þakklæti til þeirra hjóna og
árnuðu þeim blessunar á ófarinni æfileið.
Austur um haf héldu þau um mánaðamótn síðustu, séra N. Stgr.
Thorlaksson og frú hans Erika. Var förinni fyrst heitið til Nor-
egs, en þar er ættfólk frúarinnar. Þaðan fara þau snögga ferð til
Islands. Búast þau við að vera um fjóra mánuði á þessu ferðalagi,
og hefir söfnuðurinn veitt prestinum þann frítíma, til hvíldar og
gleði. Þó nokkuð séu þau hjón við aldur, eru bæði við beztu heilsu
og fær í flestan sjó.' Óska allir þeim góðrar ferðar og heillrar
heimkomu.
Frá Wynyard.—Dagana 3. og 4. júli var tilhald mikið í Söfnuð-
um séra H. Sigmars. Var það nefnt Chautauqua á hérlenda vísu.
Voru samkomur haldnar tvær á dag og farið stað úr stað. Byrjað
var í Kandahar og þá farið til Wynyard, svo Mozart og síðast Elf-
ros. Var í förinni karlakór stór; stýrði honum frú Sigrún Hjálm-
arsson, og þótti farast vel. Er miklu lofsorði lokið á söngflokkinn
vestur þar. Feitmetið á samkomum þessum öllum var fyrirlestur,
er dr. B. J. Brandson frá Winnipeg flutti. Hafði læknirinn verið
fenginn vestur til þess að prýða samkomuna og auka gildi hennar með
hinu fróðlega erindi. Hafa söfnuðirnir í huga að halda svipaðar sam-
komur árlega um hásumar-leytið. Er það vel til fallið og verður
þeim og bygðinni til gagns og gleði.
Oft hefir í þessum dálkum verið minst á Dr. J. A. O. Stub,
son forseta norsku kirkjunnar í Ameríku, og söfnuð hans í
Minneapolis. Söfnuðurinn beitir “Central Lutheran Ohuroh”,
og var stofnaður 1919. Dr. Stub hefir þjónað honum frá byrj-
un. Allar guðsþjónustur safnaðarins fara fram á enslcu. Nú
teljast 1800 fermdir með limir í söfnuSinum. Er söfnuðurinn
nú í aðsigi með að byggja nýja og veglega kirkju, er rúmi um
3oœ manns. Áætlaður kostnaður við hina fyrirhuguðu kirkju,