Sameiningin - 01.02.1926, Síða 5
35
sem ekki hefir heilagan boðskap Drottins a'S færa sínum staö og
sinni stund, er að fara. Sú kirkja, sem ekki lætur leiðast af heil-
ögum anda nú, sem á fyrstu hvítasunnu, er að fara.
Þá komum við í hina kirkjuna, sem er að koma, — hefir á-
valt veriS að koma og verður ávalt að koma.
Kirkjan, sem er að koma, hefir fyrst og fremst ákveSna
stefnuskrá að bjóða samtíð sinni. Hun miðar sjálfa sig við allar
þarfir mannlegs- lxfs. Hún hlæs anda trúarinnar í lifiS alt. Hún
letrar “Guö” yfir leiki æskunnar og skemtanir og nautnir mann-
anna. Hún letrar “Jesús” yfir skóla, lærdóm og listir. Viö fá-
tækt og eymd mannlífsins segir hún: Eg hýö þér í nafni Jesú
frá Nazaret, statt upp og gakk. Við stríðandi þjóðir og heift-
rækna menn segir hún : Meðtakið heilagan anda. Til alls mann-
kynsins á jörðu talar hún með guölegum myndugleika: Biöjiö
þér þannig: “faðir vor, þú sem ert á himnum.”
í öðru lagi auðkennist sú kirkja, sem er að koma, af ein-
ingar-anda. Hún bænheyrir Drottin sinn, sem látlaust biður, að
allir sé eitt, eins og hann og faðirinn eru eitt. Einingin er ekki
í því falin, að steypa alla í sama móti og gera út af við sjálfstæði
einstaklingsins í andlegum efnum. Eðli og arfðleifð manna eru
með ólíkum hætti. Mönnum er ekki eiginlegt að dýrka Guð á
sama hátt allir saman. Eyrir því verða menn ávalt í nokkuð ó-
líkum húsakynnum meö guðsþjónustur sínar. En einingin verð-
ur eining í anda, sem stafar af því, að augnamið allra er eitt:
að leiða mannkynið til Guðs. Augnamið 'kirkjunnar, sem er að
koma, er ekkert anuað en það, að fá menn til að samþykkja það,
að Jesús Kristur taki vi'S öllum stjórnartaumum og segi öllum
mönnum fyrir verkum, hvort sem það eru prestar eöur verka-
menn, rithöfundar eður kaupmenn, læknar eður bændur, skóla-
menn eður sjómenn. Sú kirkja kemst hvergi, sem ekki heimtar
fullkomna hlýðni viö Jesúm Krist og framfylgir réttlætiskröfum
hans við æðri og lægri. Það er vald og andi Jesú, sem sameina
kirkjuna, sem er að koma. Kirkjan, sem er að koma, lætur sér
skiljast þaö, aö hún er líkamf hins lifanda frelsara, og allir limir
líkamans eru hver öðrum svo nátengdir, aö einn líður með öðrum
og allur líkaminn fyrir hvern lim. Þetta skilst kirkjunni, sem er
að koma, og fyrir því veröur hún ekki sundurlaus, svo aö hver
limur stríði á móti hinum, eins og löngum hefir verið. Hver
kirkjudeild, stór og smá, er limur á lílcama Drottins, og allar jafn-
réttháar og virðulegar. Þær mega því ekki stríða hver gegn
annari, heldur elska hver aöra og viröa. Enda eru engin dauöa-