Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 8
38 (höldur vegna þess að hér er hreyft viö máli, sem heyrir beint undir hina kristilegu lífsskoðun og öllum kristnum mönnum er þörf á aÖ gera sér grein fyrir. Einar H. Kvaran heldur því á- kveðiö fram, að hann byggi skoðun sína í þessu efni á guðspjöll- unum, en Sigurður Nordal finnur honum þaö til foráttu, að hann leggi of einhliða áherzlu á fyrirgefningu, svo það dragi úr þeirri siðferðilegu ábyrgð og vandlæti, sem kristindómurinn inn- ræti. Fyrir utan þetta sérstaka deiluefni, er hin ömurlega guðs- hugmynd Nordals og líka andatrúarlífsskoðun Kvarans. í fljótu bragöi kann það að virðast algeröar andstæður, sem þessir menn halda fram, og þó eru áherzluatriðin hjá báðum, hjá öðrum fyrkgefnling en hinum vandlœti og ábyrgðartilfinning, hvort- tveggja áherzluatriöi í hinni kristilegu lífsskoðun. Það er eins og Kvaran óttist að vandlæti gagnvart öörum útiloki fyrirgefn- ingarandinn, en Norda'l sé hræddur um, að siðferðilegt vand- læti hverfi, ef fyrirgefningarandinn ríki. Rétt er þó að geta þess að hinn síðarnefndi gerir greinarmun á því að fyrirgefa af kærleika og því að fyrirgera af þróttleysi og lítilmensku. Úr- lausnarefnið, sem alla varðar, er hvernig þetta tvent — fyrir- gefning og vandlæti — fái samrýmst, eða hvort það sé sam- rýmanlegt. í sambandi við það, er þetta ritað. Það verður víst ekki um það deilt, að Kristur leggur áherzlu á hinar ströngustu siðferðiskröfur og vandlæti í kenningu sinni, er krefst um leið þess, aö mennirnir fyrirgefi hver öðrum af hjarta þeirra misgerðir. “Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast þá fyrirgef honum. Og ef hann syndgar á móti þér sjö sinnum á dag og kemur sjö sinnum aftur til þín og segir: Eg| iðrast, þá áttu að fyrirgefa honum.” fljúk. \f. 3-4E Hér fer saman vandlætið: “ávíta hann” og fyrirgefn- ingarkrafan: “fyrirgef honum.” Auðvitað þarf að skoða orðin, “ávíta hann,” í ljósi annara orða frelsarans, svo sem “dæmið ekki,” og er þá augljóst aö ávítunin má ekki vera sprottin af dómgirni, heldur vera ávítun i kærleika. Þess verður einnig að minnast, að Kristur kennir að menn| eigi að beita siðferðilegum strangleik og vandlæti fyrst og fremst gagnvart sjálfum sér, og þá fyrst eru þeir li'klegir til að beita því í kærleika gagnvart öðr- um. Við það er kannast, að það sé vandasöm skylda, að beita kristilegu vandlæti gegn öðrum, en að það sé þó skylda, viröast skýlaus orð frelsarans 'benda til, og lærisveinar Jesú eiga ekki að bíða eftr því aðgerðarlausir, að menn sjái að sér, heldur eiga þeir að gera sitt ýtrasta til þess, að þeir láti af! sinni röngu breytni. “Ef bróðir þinn syndgar á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.