Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Síða 12

Sameiningin - 01.02.1926, Síða 12
42 V andlætið 'hefir þar oft viljað verÖa kærleikslítiÖ, og fyrirgefn- ingin siöferðislega vi'llandi. Það hefir oft vantað skilning og mannú'S i vandlætið, en fyrirgefningin orðið fólgin í því of mjög að leysa menn frá| ábyrgð. Þeir hafa komiið auga á sína hætt- una hvor í þessu efni, Einar :H. Kvaran og Sigurður Nordal. Báðar hætturnar vofa yfir á vorri tið og á öllum tímum. En mis- munandi er, á hvorri hættunni beri meira. Jafnvægið fæst ein- ungis með því að taka til greina allaj kenningu Jesú, en ekki ein- staka þætti siitna út úr sambandi við heildina. I-Iafi vantað um- burðarlyndi, skilning og mannúð í vandiæti fyrri tíma, eins og svo oft er 'bent á, er lítill vafi á því, að nú er víða að; verða átakan- legur skortur á öllu vandlæti. Það byrjar á heimilunum. Börn og óþroskaðir unglingar komast upp með það, aS taka öll ráð í sínar hendur, og staðfestast svo í þeirri hugsun, að alt sé leyfi- legt. Þau fá aldrei að þekkja vandlæti kærleikans. Vaxa því til fullorðins ára án þess að eignast nokkra verulega ábyrgðar- tilfinning. Kirkjan er að meira eða minna leyti haldin) af sama vandlætisskortinum. Svo eru stöðugt vaxandi bókmentir, sem styðja að því sama, með því að draga úr einstaklingsábyrgðinni. Sumt af því eru fræði- og kenslu'bækur, sem I nafni visinda og þekkingar útbreiða þann boðskap, aS siðferði og si'Sferðishug- sjónir séu einungis safn af venjum, sem ekkert helgi hafi nema það, sem mennirnir hafi gefið þvi sjálfir, eða kippa á annan hátt fótunum undan siðferðiskenningum liðins tíma, án þess að leggja til j staðinn nokkuð, sem hald er í. Sumt eru heimspeki- legar hugleiðingar um eðli og uppruna syndarinnar, sem láta syndina vera aðferö; Guðs að þroska manninn, eða eitthvað álíka haldgott. Svo eru skáldverkin, sem flytja hinn sama boðskap eða svipaðan. Að hin veraldlega löggjöf og löggæzla reynist ónóg til að hafa 'hemil á því, sem þannig er lagt upp í hendurnar á henni, er engin furða.. Enda eru dæmin kunn í því efni. Glæpa- alda hefir gengið yfir t. d. i Bandaríkjunum. t sumum stór- borgunum næst aldrei í nema lítið brot- af þeim, sem glæpina fremja, og þó þeim sé náð, er algengt að þeir sleppi eftir örlitinn tíma. Útfarir verstu glæpamanna fara framl meS mestu viðhöfn, að viðstöddu fjölmenni. Meiningarlaus vorkunnsemi breiðir sig yfir glæpamanninn, en gleymir oft og tíðum þeim, sem liðið hafa fyrir glæpi hans'. Og vilji menn kynnast i alþýðlegri mynd þeim kenningum, sem styðja að þessu ástandi, er þær aö finna í varn- arræðum frægra lögmanna, eins og t. d. Clarence Darrow, sem hefir tekist að rugla svo siðferðismeðvitund dómnefnda, að þær

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.