Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1926, Page 14

Sameiningin - 01.02.1926, Page 14
44 unga sveins, óttaöist sökúm þess, hve hætturnar voru margar, en sérílagi sökum þess, aö hún þekti tilfinningar hans, — og fóru ekki alllir á glapstigu í Rómaborg? “Þú ferð ekki frá mér, sonur minn,” grátbændi hún hann^ og horföi gegnum tárin beint í augu hans. — Hann horfði dökkum, ó- rólegum augum út á hafiö, og golan kældi vanga hans og brár; hann horföi á seglskipið, sem lá þar við akkeri og beið byrjar til Róma- borgar; — hann þagði lengi áður en hann svaraði 'bæn móður sinnar. Loks sagði ihann með óþýðum tóni: “Eg fer ekki að þessu sinni, .en félagi minn einn hefir oröið fyrir slysi. Eg verð að fara og gæta hans. En, móðir góð ! far þú til óttusöngs, og síðan til hvíldar. Haf engar áhyggjur mín vegna.” Orölaus, með ólgandi sorg í hjarta, yfirgaf móðir hans hann. Hún gekk hægt og seint upp frá sjónum, í áttina til litla bænahúss- ins, á hæðinni, hinu megin við höfnina. Það var litið hús, gert úr stórum hvítum steinum. Maður fann til öruggleikans inni. Marg- ur haföi farið'. þangað og beöið Guðs blessunar þeim til handa, er um úthöfin sigldu — og ef til vill biðja aldrei fyrir sér sjálfir. — Sonur hennar gekk hrööum skrefum niður til hafnarbryggjunnar. Hún vissi það ekki, að hann fékk smábát til að ilytja sig um borð í segiskipið, sem nú var tekið aö létta atkerum, og ætlaði að nota kvöldkulið út úr höfninni. Móðir og sonur höfðu í sönnustu merk- ingu staðið á vegamótum! þetta fagra, ógleymanlega sumarkvöld. Ágústínus stóð á þilfari og sá ættborg sína og átthaga hverfa í faðm fjarlægðar og kvöldlhúmsins. Honum var ekki rótt. Þungi grúfði yfir sálu hans. Honum var ekki eðlilegt að fara með ósann- indi, en til þeirra hafði hann gripið, nú á skilnaðarstundinni. Sam- vizkan var alt annað en róieg yfir þessum skilnaði við jafn-ástríka .móður og hann átti. En hann reyndi að telja sjálfum sér trú um, að þetta hefði verið þolanlegasta aðferðin, að því er móður hans snerti. Hann hafði aldret þolað að sjá hana gráta. Honum fanst, sem hann sæi hana, þar sem hún væri frammi fyrir altarinu i bæna- húsinú að úthella móðurharmi sínum í orölausri bæn með andvarpi og tárum. Og hvernig myndi hún taka fréttinni, sem bærist til hennar árla næsta morg.uns, — fregninni um burtför hans í ókunn lönd? Hann varpaði þessum dapurlegu hugsunum frá sér. Meö bjart- sýni hins viljasterka æskumanns og ólgandi ferðaþrá í sálu, fór hann að hugsa um framtíð sína. Hlutkestinu var nú kastað. Nú skyldi leið hans verða sigurför, .hvar helzt sem hann “langförull legði land undir fót!” Hann ásetti ,sér að hafa samfélag við vormenn and- ans i 'heimi lærdóms og lista. Öruggur og óhræddur lagði hann nú út á hið ókunnaJ æfintýra-haf framtíðar sinnar. Hann geröi sér grein fyrir því, að nú hefði hann skorið á landfestar þær, er tengdu hann við ættland og æskustöðvar hans. Hann hafði slitið böndin, sem tengdu hann við endurminningar um áhyggjulausa æsku, og elskaða móður. En hann haföi lí-ka snúið baki við þeim Guði, sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.