Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 21
61
umg-erS um hana og jók i hana nýjum atriðum, sem altaf fylgdu
henni, þótt aldrei væru þau í frumheildinni sjálfri Sagan segir
frá athuröi, sem olli, stórfeldri ibreytingu á manninum og lífskjörum
hans. Og það var litið svo á, að breýtingin hefSi einkum veriö í
þessu fólgin: Áöur höfðu mennirnir veriö guðs'börn í anda og
sannleika, en með óhlýðni sinni kalla þeir nú yfir sig reiði guös.
ÁSur báru vorir íyrstu foreldrar óflekkaöa guðsmynd sína, en nú
glata þau henni. Áður þektu þau ekki til neinna hörmunga og voru
ódauðleg. En með þvi að eta; af hinu forboðna tré leiða þau synd
og dauða yfir sjálf sig og ætt sína og jafnvel ait, sem lífsanda dreg-
ur á jörðinni. Og þessi skilningur á sögunni gerði hana svo merki-
lega, að segja má, að alt trúfræðikerfi kristinnar kirkju hafi verið
<reist á henni um liðnar aldir, og um leið var hún hornsteinn undir
lífsskoðun Vesturlandaþjóðanna öldum saman.
Vísindi síðastliðinnar aldar .ktoíllvörpuðu svo greinilega eldri
skoðunum um uppruna lifsins og þróun þess hér á jörðinni, að stór-
feldari byltingu segir sagan ekki frá. Híin nýja skoðun var reist á
kenningunni um þróun lífsins frá fyrsta lífsfryminu til æðstu veru
jarðarinnar. Og í Ijósi þeirrar skoðunar var sú hugmynd meira en
lítið barnaleg, að eitt sinn ihefði verið hér 4 jörðunni alfullkoniin
mannvera, sem síðan hefði fallið niður í veikleika og vanþroska, alt
niður á stig versta óbótamannsins og vanþroskaðasta viilumannsins.
Og sá skilningur á syndafallssögunni, að hún kendi slíkt, gerði það
að verkum, að allur fjöldi þeirra manna, sem aðhyltust hina nýju
heimsskoðun, litui svo á, að sagan væri ekki bygð á neinu öðru en
fáfræði og hinum fáránlegustu hugmyndum og væri ekki einú sinni
umhugsunar verð.
Eg hefi mikið hugsað um þessa sögu og mér hefir þótt hún því
merkilegri, sem eg hefi meira um hana hugsað. Mér hefir þótt hún
svo merkileg, að eg tel hana þess fullkomlega verða, að hún sé kynt
almenningi i ljósi hinnar nýju heimsskoðunar. Vil eg afsaka það,
að eg er ekki víðlesinn fræðimaður né þaulkunnugur trúarbragða-
sögu þeirra fornþjóða, sem saga þessi á uppruna sinn að rekja til.
Eg byggi skoðunj mína á litlu öðru en því, sem sagan sjálf leggur
mér upp í hendur.
Fyrst spyr eg: Hivað er það, sem syndafallssagan segir okkur?
Allir munu verða mér sammála um, að þetta segir hún: Maður-
inn og konan breyta á móti vilja Jahve guðs, og sæta fyrir það þeirri
hegningu, að þau eru gerð ræð úr Patadís. 1 Paradís höfðu þau
lifað áhyggjulausu lífi og höfðu sér til matar ávöxtu trjánna. En
við burtreksturinn úr Paradí's eru þau sekl undir þá nauðsyn að
neyta síns brauðs í sveita sins andlitis. Það er refsingin fyrir brot
þeirra gegn vilja guðs.
En, í hverju liggur bro.t þeirra? Að hvaða leyti er verknaður
þeirra ósiðferðislegur og þess eðlis, að hann verðskuldi hegningu?
Eorðum daga var skýringin einnkum sú, að brot þeirra hefði