Sameiningin - 01.02.1926, Qupperneq 22
veriö óhlýðnin. Jahve 'bannar þeim. Og þau taka: þaö bann ekki til
greina Það er þeirra brot.
En það er óaðgengileg skýring, aö guð banni aðeins til þess
að banna, án alls tillits til þess, hvort verknaður sá, er hann bannar,
er í eðli sinu ósiðferðislegur, — hvort hann er brot á reglum þeim,
er guð vill láta ráða í sínum ríkjum. Og þá skýringu er ekki haegt
að taka gilda, nema i þeirri neyð,j að enga aðra væri að finna.
Eg fer ofurlitla krókaleið að þessu atriði og( hugsa fyrst, hvað
því olli, að Adam og Eva átií ávexti af' hinu forboðna tré.
Upptökin eru hjá höggorminum. Hann fer til konunnar og tel-
ur henni trú um það, að ef þau eti af trénu, þá muni þau verða eins
og guð, — þá ljúkist upp augu þeirra og þau viti skyn góðs og ills.
Fyrir þetta verður tréð svo girnilegt í augum Evu, að hún stenzt
ekki freistinguna, heldur tekur af ávexti þess og etur og gefur manni
sínum líka og hann etur. Það var þráin eftir því að verða eins og
guð, sem var þess valdandi, að Eva virti bann Jahvé að vettugi og
seldi sig undir reiði hans.
'Þegar eg fer í þessa sögu með börnum undir fermingu, þá legg
eg fyrir þau þessa spurningu, þegar hingað er komið sögunni: “Var
nú höggormurinn að ljúga? eða sagði hann satt?” Þessi spurning
kemur þeim mjög á óvart. Það má heita svo, að hvert ungbarn
drekki það í sig með móðurmjólkinni, að það sé svo sjálfsagður
hlutur sem nokkur hlutur getur verið sjálfsagður, að höggormurinn
hafi Iogið.
En i niðurlagi syndafallssögunnar staðfestir Tahve sjálfur um-
mæli höggormsin's. Þeim ummælum Jahve er alveg 'slept í öllum
þeim barnalærdómsbókum, sem eg hefi séð. Og sú trú rnanna, að
höggormurinn hafi sagt ósafct þegar hann sagði Eivu, að þau yrðu
einsi og guð, ef þau ætu af skilningstré góðs og ills, hún sýnir ekkert
annað en það, að það eru fleiri en myrkrahöfðinginn, sem fariö hafa
á hundavaði yfir biibliuna.
í niðurlagi ’syndafallssögunnar stendur svo: “Og Jahve guð
sagði: “Sjá, maðurinn er orðinn, sem einn af oss, þar sem hann veit
skyn góðs og ills.” Guðirnir eru fleiri en einn eftir þessum orðum
að dæma: “einn afi oss.” En æðstur þeirra er Jahve og hann er
að tilkynna hinum, hvað skéð hefir: Maðurinn er orðinn setn einn
af guðunum. Hann befir etið af hinu forbóðna tré og veit orðið
skyn góðs og ills.
Og þar höfum við fundið ástæðuna fyrir því, að Adam og Evu
er 'bannað að eta af trénu. Jahve ætlastl alls ekki til þess, að þau
verði eins og guðirnir. En þau girnast að verða eins og guð og þau
hefjast handa og gera ákveðna tilraun til að afla sér guðseðlisins
og 'sú tilraun hepnast. Það er hið ósiðferðislega viðl þeirra verkn-
að. Fyrir það þarf Jahve að refsa.
Það hljómar einkennilega í eyrum ykkar margra, að fyrir það
hafi guð þurft að refsa, að mennirnir þráðu og gerðu tilraun til að
líkjast honum. Það hefir verið horið fram sem guðleg sannindi i