Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Síða 26

Sameiningin - 01.02.1926, Síða 26
56 þau voru nakin, og festu satnan fíkjuviSarblöSum og geröu sér mittisskýlur.” Þannig er lýst fyrstu áhrifunum af ávexti skilnings- trésins. Áöur voru þau nakin. En þau fundu þaö elcki fyr en nú. Og þau blygöuöustj isín svo fyriij nekt sína, aö þau reyndu aö fela sig„ þegar þau 'heyrðu til Jahve í aldingarðinum. Og þegar Jahve spyr: “Hvar ertu?” Þá segir maðurinn: “Eg heyrði til þín í ald- ingarðinum og varð hræddur, af því að eg er nakinn, og eg faldi mig.” Þá sagði Jahve: “Hver hefir sagf þér að þú værir nakinn?” Og þá korrc það upp úr kafinu, að þau höfðu etið af hinu forboðna tré. — Hér er greinilegt, að verið er að segja frá því, þegar mað- urinn í fyrsta sinn finnur til nektar sinnar frammi fyrir augliti guðs. Og sú tilfinningj vaknar hjá honum, þegar hann hefir etið af skiln- ingstré góðs og ills, >— þegar hann er orðinn siðgæðisvera. Og fögur hugmynd er það og skáldleg, að fyrsta verk siðgæðisverunnar er að ibinda sér mittiisskýlu. í hegningarskyni fyrir að eta af skilningstré góðs og ills var maðurinn og konan útlæg ger úr Paradjs og það á manninn lagt, að hann skyldi með erfiði; næra sig af jörðunni og neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. Nútímavísindini líta svo á, að frummaðurinn eða forfaðir mann- anna hafi verið skógardýr, klifrað í trjám skóganna og lifað á ávöxt- um þeirra. Og alment er litið svo á, að í sambandi við burtför mann anna úr skógunum muni vera urn stórfelt andlegt þróunarspor að ræða. Það þykir ekki nokkrum efa ibundið, að erfiðari lifskjör, strangari barátta fyrir lífinu og nauðsynjum þess, hafi verið mann- inum mikilvægt þróunarskilyrði. Séð hefi eg þá tilgátu, að mann- inum hafi verið hrundið út í erfiði lífsbaráttunnar á þann hátt, að elduú hafi komið upp í víðáttumjklum skógi og brent hann til kaldra •kola, og íbúar þeir„ 'sem hjörguðust þaðan, hafi verið neyddir til að 'bjarga sér á fótum sínum yfir jörðina, hafast við á skóglausum svæðum og afla sér þar viðurværis síns og þá með stórkostlega auknum erfiðismunum, en um leið með auknum skilyrðum til and- legs þroska. Þetta er auðvitað ekkert annað en tilgáta. eins og -raunar flest, sem sagt er um þessi efni. Eín almenn mjög mun vera isú skoðun, að orsökin til þess að maðurinn 'hætti að vera skóg- ardýr, hafi verið eitthvert ytra atvik, sem gerði honum iskógarvist- ina ómögulega, og, einnig hitt, að tif þeirrar breytingar á lífskjörum ihans beri að nokkru að rekja hinn aukna þroska, sem hann hefir yfir önnur dýr jarðarinnar. Skoðun nútímavísindanna og synda- fallssögunnar falla því isaman að þessu Ieyti, að samband er talið á milli þroska mannsins og iburtfarar hans úr skóginum. Það eitt skilur, að vísindirt telja burtförina úr skóginum orsök, en þroskann afleiðingu. En 'syndafallssagan telur þroskann orsök, en burtförina úr skógunum afleiðingu. En þótt mönnum muni alment þykja meir mæla með því, að maðurinn hafi el<ki óneyddur yfirgefið skógana, þá! er alls ekki útilokað, að syndafallssagan hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér í þessu atriði. Það er ekki ómögulegt, að fyrir hafi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.